Leita í fréttum mbl.is

Ber-ja-ganga

Berghildur passaði að við villtumst ekkiCool   Veðrið var svo dásamlegt að það var ekki hægt að vera inni... Ég hringdi í ferðatékkann (Berghildi)... hún var ekki að gera neitt af viti frekar en ég... Þá var ekki annað að gera en að fara í gönguferð. Eftir á er ég ekki alveg viss hvort ég eigi að flokka þetta sem berjaferð eða gönguferð.

á toppi Húsfells 12.8.2008Sólin skein og ég vildi fara á Húsfell... hef ekki gengið á það áður.
Þetta átti ekki að verða svo langur gangur en það fór svo að ég náði ekki heim fyrir kvöldmat. 
Við gengum okkur upp að hnjám, það stórsér á Berghildi og oft urðum við að berja okkur áfram.... það var svo mikið af berjum þarna.

Útsýni frá Húsfelli yfir Búrfell 12.8.2008Í stuttu máli þá gengum við á 5 tinda, slógum tvær flugur í einu höggi og tíndum ber en vorum ekki týndar sjálfar. 

Við gengum í nær 5 og hálfan tíma, stoppuðum lítið og gengum þvers og kruss, það má eiginlega segja að við höfum skannað svæðið frá Kaldárseli til Húsfells og Búrfells. 

Ef einhverjum vantar upplýsingar þá talið við okkur  Tounge

Dagurinn var í einu orði sagt frábær... og þjónustufulltrúinn setti lokahnykkinn á, því hann beið með nýsteiktar fiskibollur... hans einka-uppskrift... og svo fengum við okkur bláber með sykri og rjóma á eftir.
Þetta er ekkert annað en fullkominn endir á góðum degi Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband