Leita í fréttum mbl.is

Selvogur-Þorlákshöfn


Gengið ætlaði að ganga á Esjuna í gær. Ég hringdi í lögregluna og hún sagði að við yrðum sennilega stoppaðar af vegna leitarinnar af nakta manninum. 
Gullinu langaði í Selvoginn og þar sem hann átti afmæli varð nú að leyfa honum að ráða....Kissing en þó hann ætti afmæli slapp hann ekki við að þjónusta mig og Berghildi.... hann stakk upp á að við gengjum frá Selvoginum til Þorlákshafnar. 

Við afleggjarann að hjólhýsinu er skilti.... stikuð gönguleið til Þorlákshafnar, 15 km.

Við lögðum af stað kl 1 frá hjólhýsinu, gegnum fyrst eftir vegslóðanum og stikum.... fundum hvergi gönguslóða.  Ferðin sóttist seint í sandinum og ekkert að sjá nema netakúlur í öllum litum.... þær voru mikið myndefni fyrir Berghildi.  Veðrið var dásamlegt, skýjað en um 20°C.

Þegar við sáum stóran klett standa upp fyrir sjávarkambinn eftir ca 2 tíma, ákvað Berghildur að fara niður í fjöru,... eftir það gengum við á klöppunum við sjóinn... þar var öll fegurðin og úrvalið hvílíkt af steinagerðum og hraunmyndunum, hellar og hvaðeina.  Við komumst varla áfram fyrir myndefni. Ég var ekki með myndavél svo ég verð að fá afrit hjá Berghildi.
Leiðin var öll seinfarin og tók nokkuð á þó hún væri slétt! þ.e. engin fjöll.

Lúlli keyrði 4 km á móti okkur og tók okkur upp í skammt frá gömlum fiskeldistönkum, þá vorum við búnar að ganga tæpa 14 km á 5 og hálfum tíma með stoppum.... klukkan orðin hálf 7. 

Rétt eftir að hann tók okkur upp fór að rigna, tímasetningin var því frábær. Það var brennt í hjólhýsið, Lúlli fór að grilla, en við Berghildur fórum í sturtu hjá Sigfríði í T-bæ.

Við vorum öll orðin glorhungruð.... Ummm... hvað maturinn var góður. Við spiluðum nokkur spil, þægilegt að vera inni í svona beljandi rigningu og hífandi roki.

Tókum saman dótið og fórum heim fyrir hádegi í dag...... hreint frábær ferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband