Leita í fréttum mbl.is

Selvogsgata, fyrri hluti

lagt af stað, Selvogsgata, f.hl. 18.7.2008


Þjónustumaður nr 1, öðru nafni Bíðari nr.1 keyrði mig og dæturnar 3 í 10-11 í Setbergi. Þar hittum við Clöru systurdóttur, en hún hefur áður gengið með okkur.

Selvogsgatan var málið, fyrri hluti. Til að taka þetta með trompi og vegna hin dásamlega veðurs.... ákváðum við að ganga þaðan..... segið svo að það sé ekki sjoppa á leiðinni í gönguferðum.

Það er sko ekki sama í hvora áttina maður gengur, leiðin er miklu skemmtilegri, fallegri og auðveldari ef maður gengur frá Bláfjallaafleggjaranum til Hafnarfjarðar en öfugt eins og við gerðum núna. Þessi leið er öll á fótinn og annað útsýni en þegar maður hefur hafið og bæinn fyrir augunum.

Á leiðinni var ýmislegt rætt, nafnið á hópnum, Fimmvörðuháls.... sem hefur strax fengið glansmyndarstimpil á sig.... komandi göngur, útbúnaður og fleira.

Við stoppuðum tvisvar á leiðinni fyrir utan að við komum við í Valabóli og skrifuðum okkur í gestabókina.
Í þetta sinn klikkaði engin okkar á nestinu.... með nesti fyrir marga daga Smile

Þjónustumaður nr. 1 og Venus biðu síðan eftir okkur á Bláfjallaveginum, með ískalt kók og sjóðheitt kaffi í brúsa.  Hann fær 5 stjörnur..... ekki spurning InLove

Við lögðum af stað um hádegið og vorum 4 klst að ganga 14,5 km. Á morgun verður seinni hlutinn genginn.... skiltið við veginn segir að sá spotti sé 18 km.... en við látum okkur nægja 16 km, verðum sóttar að fjallsrótum við Hlíðarvatn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband