Leita í fréttum mbl.is

Reykjavegur, gönguferð Margfætlna

Ég hafði skráð mig í gönguferð fyrir nokkrum vikum.... gönguhópurinn Margfætlur ætlaði að ganga Reykjaveginn... þ.e. frá Reykjanes-tá/hæl til Nesjavalla. Helgarspáin lofaði mjög góðu veðri.

Fyrstu 3 leggirnir voru farnir þegar við hjónin vorum úti....  ég fór maraþon þær helgar sem þau gengu sína áfanga.

Lengsta gangan, 3 dagleiðir voru um helgina (27-29).
Við, 27 manna hópur, lögðum upp frá Kaldárseli og gengum fyrsta legginn í Breiðabliksskálann í Bláfjöllum... menn voru vel útbúnir með bestu gerð af GPS mælum. Fyrsti áfanginn var um 16 km.
Rjúpuhreiður með 11 eggjum, flugvélarflak og frábært útsýni gladdi okkur á leiðinni. Síðasta klukkutímann fengum við grenjandi rigningu ofaní hvassviðrið.
bs-stika,Reykjavegur 2008Allan tímann eltum við þessar gulustikur með bláum kolli.

Lúlli ferjaði dótið fyrir okkur í Breiðabliksskálann þar sem hópurinn svaf um nóttina.  Næsta dag kl 10 fh. var lagt af stað og gengið eftir stikum frá skálanum að Þrengslaveginum. Eftir mikinn vindbarning á móti og örlitla úrkomu og 15,5 km göngu í fallegu landslagi, komum við niður á þrengslaveginn. Mikið var gott að sjá rútuna bíða þar, en hún átti að ferja okkur aftur í skálann svo við gætum sofið þar um nóttina.
Um kvöldið var kvöldvaka, með grafalvarlegri keppni um listastrengi.  Auðvitað tók ég þátt, hafði fundið kolryðgaðan keðjubút sem ég skreytti með blómum og fallegum smásteinum. 
Þegar ég talaði fyrir mínum streng, sagði ég að hann væri blanda af náttúrunni og drasli okkar mannanna.... það dugði samt ekki til vinnings.  Síðan var sungið fram eftir kvöldi.

Þriðja daginn vöknuðu allir snemma, það þurfti að ganga frá skálanum og taka saman dótið. Allt var sett í rútuna, sem ferjaði okkur að Kolviðarhóli, þaðan sem við gengum til Nesjavalla.
Við byrjuðum í roki og rigningu..... það hljóta að hafa verið skólakrakkar í afleysingu á veðurstofunni sem spáðu helgarveðrinu.
Síðan stytti upp og veðrið var nokkurnveginn til friðs.... við vorum í stanslausum mótvindi.  Landslagið, náttúrufegurðin bætti það allt upp. Við gengum fram á lóuhreiður með 4 eggjum. Við áðum í skála Orkuveitunnar í einhverjum dal ??? Engidal.... og gengum þaðan í Nautaréttir. Þaðan var talsverð hækkun en fallegt.  
Við áðum næst við blekkingarskilti.... sem vísaði á Nesjavelli í 2 áttir. Hópurinn skiptist, annar leggurinn og sá auðveldari var 7 km, en sá erfiðari var 7,4 km.
Það er ekki að spyrja að því ég var í þeim hópi.... og lengri 7,4 km hef ég aldrei farið..... og þegar ég hélt að við værum búin að fara 7,4 km, komum við að skilti sem bætti 3,5 km við og það eru líka lengstu 3,5 km sem ég hef farið.... en útsýnið var breathtaking ... vá.... og á efsta hlutanum fengum við haglél..... þessi leggur var ca 20 km.

Við borðuðum í Nesbúð og rútan (með dótið okkar) sótti okkur og keyrði í bæinn. Til minja um gönguferðina fengu allir litla stiku, gula með bláum kolli, sem var áletrað á REYKJAVEGUR 2008.
I love it  InLove

Þetta var frábært...... Takk fyrir mig   Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það segir nú eitthvað um ferðina þegar flugvélabrak/flugslys gleður mann :D

Harpa (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband