Leita í fréttum mbl.is

Salt Lake City, Utah

Allt er gott sem endar vel   CoolCool

Við erum búin að vera rúmar 3 vikur í þessari ferð. Flugum út föstudaginn 23.maí, eigum núna 2 næturflug eftir..... og komum heim á þriðjudagsmorgni... 17.júní.

Ferðin hefur í alla staði tekist vel. Við erum búin að strauja 3 ný fylki, Vermont, Montana og Idaho. Á milli Vermont og Montana skutumst í viku til öðlinganna og höfðingjanna í Californíu.... en þar bættist ekki við nýtt fylki.. ég er búin að hlaupa lang oftast í Californíu.... held það séu komin 12 maraþon þar. 

Það var sérstök upplifun að fara í Yellowstone og Jackson Hole. Og það verður að minnast á hvað við vorum blessuð með veður. Í fyrsta lagi breyttum við allri ferðinni, við ætluðum upphaflega að vera á miðríkjunum þar sem flæðir núna yfir fjölda borga og svo á austurströndinni þar sem er hvílík hitabylgja, að það er til vandræða.

En við breyttum ferðinni fyrir nokkrum mánuðum.... veðrið blessaðist hér, því við sluppum við rigningar og þrumuveður sem voru í veðurspám og náðum að sjá Yellowstone áður en það frysti og snjóaði og varð ófært þar. Einu sinni vöknuðum við (Idaho Falls) og það hafði snjóað um nóttina. En hann bráðnaði strax.

Öll hlaupin voru í ágætis veðri, þó stundum væri heitt, ég nota alltaf sólarvörn 50 svo ég brenni ekki. Ég hef ekki tekið saman hvað við erum búin að keyra mörg þúsund mílur... en það er slatti.

Við keyrðum frá Rexburg, Idaho í gær, (ca 4 tíma keyrsla) strax eftir hlaupið og tókum sama hótel (Microtel) og við vorum á þegar við flugum hingað fyrir 2 vikum.

Eins og heima þá hefur allt hækkað hérna, bæði bensín, matur og hótel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband