11.6.2008 | 01:14
Búið að skjóta Yogi...
Við höfum ekkert reynt að breyta tímanum og þess vegna sofnað snemma og vaknað snemma. Nú vorum við vöknuð um 5 leytið... við hanagal og hest á beit við gluggann. Við borðuðum frábæran morgunmat, þar sem allt var til alls og lögðum af stað.
Við yfirgáfum Livingston... eftir að hafa keyrt og tekið mynd af mótelinu sem auglýsti COLOR TV....og keyrðum til Yellowstone, önnur tilraun til að hitta Yogi bear.
http://www.campjellystone.com/ sjáið hann hér.
Vegakerfið í Yellowstone er eins og stór ,,8
Í fyrra skiptið keyrðum við vinstra megin upp garðinn, tókum vinstri hlið áttunnar og nú ætluðum við hina leiðina.
Við vorum ekki komin nema hálfa leið niður efri hlutann þegar við komum að lokun
vegurinn var lokaður vegna mikils snjós. Þetta kostaði okkur 2 klst. auka.
Landslagið var ótrúlega fallegt og dýrin oft á beit við veginn.
Það var mikið áfall að keyra fram á þjóðgarðsvörðinn með bjarnaskinn
það er búið að skjóta Yogi
.
Fórum yfir á hægri hlutann í miðjunni á áttunni. Það hafði greinilega snjóað á meðan við vorum í Helena
.
Enda sáum við á veðurspánni þar, að það var búið að vera leiðinda veður í Yellowstone.
En við vorum heppin með veðrið... buffaló-kálfur hljóp fyrir bílinn hjá okkur við vorum stopp en hann var svo snöggur að við náðum ekki að taka mynd af honum. Annar Buffaló var á beit við veginn, Lúlli hefði getað klappað honum um leið og hann tók myndina.
Það er enginn svikinn af því að keyra um Yellowstone. Landslagið er ótrúlegt og svo mikið af öllu.... allt svo stórt í Ameríku. Við vorum hætt að stoppa þó Buffalóhjarðir væru við veginn. Hverasvæðin voru gríðarstór. Fossarnir, gljúfrin og hamrarnir... allt í XXXL.
Komum um 4 leytið til Jackson Hole
áttum pantað herbergi á El Rancho og komum okkur fyrir. Staðurinn er mjög dýr, við sem héldum að rándýrin væru öll í Yellowstone.... hér lifa allir á ferðamanninum.
Við skoðuðum listagallerí. Vá, hvílíkir listamenn.
Við fengum okkur risa-borgara. Veðrið var sæmilegt, þurrt og smá sól. Hér er safnið Ripley´s believe it or not í sömu götu og mótelið okkar. Eins og í bæjarmerki Afton, var myndaður bogi úr hreindýrahornum yfir innganginum í bæjargarðinn.
Okkur fannst herbergið dýrt
. staðurinn er dýr. Herbergið var lítið, sturtan svo lítil að Lúlli varð að fara í sturtu í tvennu lagi, hann varð að bakka fyrst inn og hafa bumbuna fyrir utan. Netið náðist ekki og morgunmaturinn lélegur
en það þýðir ekkert að ergja sig á því
við erum búið að hafa það svo gott í allri ferðinni.
Um morguninn var ausandi rigning og lélegt skyggni þannig að við hættum við að fara í kláfnum upp á fjallstoppinn. Við ákváðum að fara til Idaho Falls og vera þar í 2 daga. Það rignir ekki í mollunum.
Á leiðinni yfir fjallgarðinn til Idaho.... snjóaði. Ferðin var stutt, rúmir 2 tímar. Við fengum okkur ,,Áttu" sem er með heitum potti og svo skelltum við okkur í Mollin.
Nýjustu færslur
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
- Erie Pennsylvanía 7-11.sept 2023
- Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023
- Baltimore - Boston 29.maí - 11.júní 2023
- Washington DC 23-31.mars 2023
- Annáll fyrir árið 2022
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.