Leita í fréttum mbl.is

Smá ferðasaga

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla Heart

Ferðin gekk ekki snurðulaust fyrir sig.  Woundering
Fyrst var 6 tima flug til New York, við vorum með 2 töskur i farangri sem við endur-innrituðum eftir skoðun til LA. 
önnur þeirra var full af frostinni matvöru, bæði kjöti og fiski.
Fluginu til LA seinkaði, biðum i 3 klst. Gasp
Flugið til LA var 5:45, það er svo miklu lengra að fljúga gegnum NY en Minneapolis.  

Töskurnar okkar urðu auðvitað eftir, svo þarna bættust við 2 timar i viðbót... það varð að hafa það.... Errm

þá var það bílaleigubíllinn sem við pöntuðum svo ódýrt hjá Dollar á netinu, vegna þess að við erum með Bissness-Visakort sem tryggir okkur hjá bílaleigum lika... en Dollar samþykkti það ekki, reglur fyrirtækisins.  þegar það var búið að bæta tryggingunum ofaná verðið, var bíllinn orðinn rándýr..... Shocking
við fórum þá til Hertz, en þeir áttu bara lúxuskerrur eftir.... af þvi að ég er Goldmember, pantaði maðurinn leigubíl fyrir okkur og gaf okkur 25 $ voucher sem dugði næstum fyrir bílnum. 

kl. 4 um nóttina á Californíutíma komum við í íbúðina í Redondo, töskulaus og bíllaus.  Blush
Við hringdum í Jonnu og Braga til að láta vita af okkur og Lúlli hringdi heim i Hertz og pantaði bíl. 
Bílinn fengum við ekki fyrr en rúmum sólarhring seinna. 

þegar leið á daginn hringdi ég öðru hverju til að athuga með töskurnar, en það endaði með þvi að Lúlli fann þær sjálfur í hrúgunni, þegar við sóttum bílinn.  þá var liðinn 2 og 1/2  sólarhringur frá þvi að Lúlli pakkaði matnum niður.  Whistling
Sem betur fer var allt i lagi með allt saman, því Lúlli pakkaði þessu öllu svo vel...  allt í einangrunar-umbúðum.  Wink

á  é  í  ú  ó  ý  ð  þ  æ  ö


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband