Leita í fréttum mbl.is

Hvar var trúin?

Bjólfskviðu-leyfarUm daginn var ég spurð: Hvað hefðurðu verið að gera undanfarið ? og ég gat varla svarað því.  Dagarnir hafa einhvern veginn flogið og ekkert skilið eftir sig. 

Eina helgina ætlaði ég að ganga Fimmvörðuháls, en mig hefur lengi langað til að ganga hann.  Þegar við komum á Skóga, hætti ég við vegna mikillar þoku.  Kanski var þoka ekki næg afsökun, en ég hef ekki gengið þessa leið áður og enginn mennskur ætlaði með mér.  Við keyrðum þá framhjá Bjólfskviðu-leyfunum upp í Þakgil, en vildum ekki gista þar og enduðum í Básum, þar sem ég hefði endað ef ég hefði gengið Hálsinn. 

 Borð fyrir 2 í Básum

Í Básum var hið dásamlegasta veður, hreyfði ekki vind, engin þoka.  Við grilluðum og nutum veðursins.           

Þvílík blíða og auðvitað var ég alltaf að hugsa að ég hefði átt að skella mér Fimmvörðuhálsinn, Guð hefði reddað veðrinu -létt þokunni- .....Og ég spyr....

Hvar var trúin hjá sjálfum guðfræðinemanum ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband