Leita í fréttum mbl.is

Að ganga með Guði

Yfirleitt þegar maðurinn ætlar að skreppa í Selvoginn, þá bið ég hann að keyra mig þangað sem Bláfjallavegurinn sker Selvogsgötuna, svo ég geti gengið leiðina.  Þá eru ca 18 km til Selvogs.  Um þar síðustu helgi ætlaði hann að framlengja palli við hjólhýsi systur sinnar og ég gekk yfir.  Gekk hratt, enda ein ! borðaði og drakk gangandi og var nákvæmlega 3 klst.   Þegar ég var komin í hjólhýsið spyr mágkona mín......og gekkstu þetta ein?..... Nei svaraði ég.. ég er nú aldrei ein, Guð er alltaf með mér.  Þá kom þögn svolitla stund en svo spurði hún... og mættuð þið Guð einhverjum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bwahahahaha....ég hló upphátt. Sé alveg fyrir mér alvarlega svipinn á Jónu þegar hún spurði hahaha

Lovísa (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 12:27

2 Smámynd: Linda

  þetta er bráðfyndið, nú svo ekki gleymist að minnast á dugnaðinn sem þú býrð sjálf yfir.

Linda, 17.8.2007 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband