Leita í fréttum mbl.is

Heilsuátak ?

Ég las einhversstaðar frétt um kaloríusnautt fæði sem virkaði fitandi.  Hjúkkett, ég hélt að það væri eitthvað að mér.  Ég hafði nefnilega komist að þeirrri niðurstöðu að þegar ég fer á fitulaust eða fitusnautt fæði, þá þyngist ég.  Ég þyngist af því að ég er allan daginn að borða eitthvað HOLLT og líður alltaf eins og ég viti ekki hvort ég sé búin að borða eða ekki.  En svo grilluðum við um daginn, örfá en hrikalega feit lambarif..... sem hafði þau áhrif að matur hvarflaði ekki að mér fyrr en daginn eftir. 

Sumt er svo öfugsnúið, í denn mokaði ég 2 kúf-fullum teskeiðum að sykri í kaffibollann og var grönn.  Svo þurfti maðurinn að taka upp á því að vigta þessar teskeiðar og margfalda fyrir árið og fékk út að ég notaði 50 kg á ári í kaffið og hann annað eins.  Við minnkuðum samstundis sykurneysluna um helming, niður í eina teskeið og svo um ári seinna hættum við í sykrinum.  Við þetta heilsuátak fitnuðum við bæði, og kannski helst hægt að kenna því um að nú eigum við það til að fá okkur eitthvað meðlæti með kaffinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband