Leita í fréttum mbl.is

Áramóta-annáll fyrir árið 2024

ÁRAMÓTA-ANNÁLL FYRIR ÁRIÐ 2024
TAKK FYRIR ALLT GAMALT OG GOTT

Við Lúlli óskum öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á komandi ári um leið og við þökkum fyrir árið sem er að líða. 

Árið byrjar alltaf eins, á afmælisdegi elstu lang-ömmu-stelpunnar minnar /okkar.. (Lúlli á eldri lang-afastrák) Emilía Líf er 13 ára í dag, nýjársdag 2025... fjölskyldan býr í Stavanger í Noregi. Um áramótin var ég stödd í TEXAS en afi var heima á Íslandi svo ég frestaði að skrifa annálinn.

STARFIÐ
Ég var hætt að sækja um prestsembætti en var beðin um að leysa af í Skagafirði í nokkra mánuði. Ég byrjaði þar 1. febr og átti að vera út maí, það framlengdist fram yfir miðjan júní og svo aftur til loka ársins. Um haustið sótti ég um stöðuna á sunnanverðum Vestfjörðum og fékk.. Svo nýja árið byrjar þar. Ég hef ennþá haldið út að setja vikulega inn á Youtube "Heima með presti" efni tengt þema hvers sunnudags í kirkjuárinu. það efni er aldrei það sama og ég prédika þann sunnudag í kirkjunni. Efnið á netinu er meira til útskýringar á erfiðum textum. Í upphafi ætlaði ég að gefa þessu verkefni 1 ár en 30 jan nk verða komin 3 ár.  

FJÖLSKYLDAN
Mömmu hrakaði stöðugt og 7.jan 2024, rétt eftir að ég kom heim frá Orlando, lést hún á Hrafnistu og var jarðsett 24.jan. Nú hvílir hún á milli pabba og Ingvars bróður.  
Af börnunum eru góðar fréttir, Árný í Njarðvík, Helga á Ásbrú, Harpa hér á Völlunum og Svavar og Lovísa í Reykjavík.. Svavar er í lögfræðinni og Lovísa er á stofu upp í Mosó. Vegna eldgosa á Suðurnesjum fluttu Tinna og Nonni tímabundið í íbúðina okkar á Völlunum en fengu íbúð í Ásbrú um haustið. Við Lúlli höfum verið að horfa í kringum okkur síðan fyrir Covid eftir heppilegri íbúð fyrir okkur og í sumar fundum við eina, sem við bíðum enn eftir að kaupa svo vonandi flytjum við á þessu ári.

FERÐALÖG
Síðasta ár hljóp hratt.. ég átti nokkarar ferðir uppi í hillu þegar ég réði mig í Skagafjörðinn með búsetu í húsi Bjarna Har á Sauðárkróki. Ég tók ratleikinn um sumarið en hlaupaæfingar duttu alveg niður vegna hásinameiðsla. Ég fór samt 4 ferðir til USA, fyrir utan ferðirnar sem ég var erlendis bæði áramótin. Á þessu ári náði ég að klára Ameríku í 3ja sinn (í annað sinn).. já, sjá byltur.blog.is

HREYFING
Ég náði aðeins 5 maraþonum á þessu ári í 4 ferðum. Ég fór oftar ein út enda eru hlaupaferðirnar hjá mér, bara flug, keyrsla, versla, borða, sofa og hlaupa.. og langbest að vera ein á ferð. Ég skokkaði framan af ári en svo rak ég hásinina í í stiganum og ætlaði aldrei að ná mér. Ég tók ratleikinn með systrunum og við syntum saman ef ég var fyrir sunnan á föstudegi.

GLEÐILEGT ÁR 2025 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og tveimur?
Nota HTML-ham

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband