Leita í fréttum mbl.is

Kefl - Denver CO - Santa Fe NM 8-13.nóv 2024

Ég vissi að ég tæki smá áhættu að fljúga til Denver í nóvember, þess vegna var ég með tengiflug um kvöldið til Santa Fe New Mexico. En heppnin var ekki með mér.. aldrei þessu vant var ég hef skot fljót í gegnum eftirlitið.. en er strand, fluginu til Santa Fe er aflýst og það eina sem mér er boðið er flug snemma í fyrramálið.

Ég reyndi eins og ég gat að fá hótel á viðunnandi verði með skuttlu en það gekk ekki og ég tímdi ekki að borga 37-65 þús fyrir nokkra klst. Svo ég fór í gegnum eftirlitið, og fann mér sófa til að sofa á og það bættust svo fleiri á þetta ,,hótel" í United terminalnum.
Ég fékk síðan flug kl 8:15, sem tafðist um klst vegna biðraðar í afísun.. Flugstöðin í Santa Fe er með þeim minnstu sem ég hef séð og allt við hendina.
Ég fékk bílinn og keyrði til Farmington án þess að koma við í búð.
Náði í númerið og fékk pasta.. þá er bara að hvíla sig fyrir hlaupið daginn eftir.. já, maraþon eftir langt flug, tímamun, nætursvefn í flugstöðinni, annað flug og nokkurra klst keyrslu til Farmington sem er í mikilli hæð yfir sjávarmáli.. en þetta hafðist allt.

Daginn eftir hlaupið keyrði ég aftur til Santa Fe. Það skoðaði ég einstaka kirkju með frægum stiga. Þessi kirkja heitir Loretto Chapel, Santa Fe, Nm í dag, en þessi kirkja er fræg fyrir hönnun stigans upp á kirkjuloftið.. Hægt að finna greinar á netinu um hann.. hann sveigist tvisvar sinnum 360 gráður og hvorki naglar eða lím í honum. Verkfræðingar nútímans segja hann ráðgátu. Á veggjunum er píslargangan túlkuð í litlum höggmyndum.

Ég flaug frá Santa Fe til Denver kl 10:45. Sem betur fer mætti ég eldsnemma, skilaði bílnum, hafði bara keyrt um 500 mílur.. Ég var með allt of mikið í handfarangri en konurnar voru svo elskulegar að hleypa mér í gegn með þetta. Flugstöðin er lítil aðeins 2 hlið. Flugið tók 1 og hálfan tíma, síðan er 4 klst bið í flugið með Icelandair.. en allt eru þetta ævintýri. 

1 maraþon 
500 mílur í keyrslu eða 821 km.

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og tíu?
Nota HTML-ham

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband