Leita í fréttum mbl.is

Kefl - Portland OR - WA - ID 19-27. sept 2024

Bíðarinn kom með mér í þessa ferð sem er til Portland Oregon, það er 8 tíma flug þangað. Ég fer ekki erlendis nema það sé maraþonferð og hann fer til að bíða eftir mér. Það voru bara nokkrar mílur á fyrsta hótelið. Daginn eftir keyrði ég 300 mílur til Pendleton OR þar sem ég ætlaði að taka fyrsta maraþonið af þrem í þessari ferð.. sem ég var búin að kaupa fyrir mörgum mánuðum.

21.sept var fyrsta hlaupið, ég vaknaði fyrir kl 3, start kl 5:30. Það var ískalt fyrstu klukkutímana en svo hitnaði. Leiðin var að mestu slétt með stöku skugga. Ég fann fyrir tognuninni í hásininni þó ég færi löturhægt.
Þaðan keyrði ég til Clarkston WA / Lewiston ID.. þ.e á fylkismörkum, þessir bæir heita eftir landkönnuðunum Lewis og Clark. Hér ætlaði ég að taka 2 maraþon, eitt hvoru megin við fylkis mörkin en ákvað síðan að vera vitur og ná mér í ökklanum fyrir næsta maraþon.

27.sept flugum við heim frá Portland. Mér tókst bara að fara eitt maraþon í þessari ferð en keyrði 801 mílu eða 1.315 km.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og tíu?
Nota HTML-ham

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband