Leita í fréttum mbl.is

Kefl - Chicago IL og fl. 4-12. júli 2024

Bíðari nr 1 kom með mér í þetta sinn. Við lentum í Chicago á þjóðhátíðardegi hinnar þjóðar minnar. Við fengum glænýjan bíl, keyrður 7 mílur.. og nokkrar mílur á fyrsta hótelið. Getur það verið þægilegra. 
7. júli var ég mætt á startið í Hicksville Ohio. Maraþonið reyndist mér hrikalega erfitt. 
Startið var í björtu og hitinn reis hægt og rólega upp í 30°c og enginn skuggi á leiðinni. Malbikaðir stígar, hart undirlag..

Ég hafði tognað á hásin á hægra fæti fyrir þremur vikum og auðvitað tók það sig upp, það varð til þess að ég skekkti mig og þreyttist mjög í bakinu, og þegar maður er farinn að finna til þá hrannast upp önnur gömul og ný óþægindi. Ég fann fyrir öklabrotinu, grindarlosinu og kviðslitinu sem ég á eftir að láta laga og fann til í hægra hnénu sem ég datt á í síðustu viku í ratleiknum. Síðan fann ég að ég var að fá blöðru á hægri hælinn..
En ég kláraði DEAD LAST,BUT ALIVE.
Eftir hlaupið keyrði ég um 125 mílur til South Bend IN.. ákveðin að taka mér frí á morgun. Ég lagði af stað kl 5 tveim dögum seinna og ætlaði að þræla mér í heilt maraþon í Portage IN.. en sá að það var ekkert vit í því. Hásinin var helaum og ökklinn bólginn svo ég hætti eftir 10 km.. Það fór síðan þannig að ég tók ekki fleiri maraþon í ferðinni. Ég varð bara að bíta í það súra. 

12.júlí flugum við heim eftir að hafa keyrt um 5 fylki. OH, IA, MI, IN, IL og ég hlaupið eitt maraþon og 1x 10 km.

Keyrði 866 mílur eða 1.422 km



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og sex?
Nota HTML-ham

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband