Leita í fréttum mbl.is

Kefl - Raleigh NC - Bristol TN 20-27. mars 2024

Ég fór ein út, lenti í Raleigh NC og gisti fyrstu nóttina í Salisbury. Næsta morgun keyrði ég frá Salisbury, suður NC, SC, GA og til Eufaula AL.. tók eitt stutt stopp á Rest Aríu í GA og annað stutt stopp í Walmart.. Maður verður að teygja úr sér. 

Ég ætla að taka 2 maraþon í þessari ferð, það fyrsta er á morgun í Efaula.. já eftir þessa löngu keyrslu, tímamun og flugþreytu..
Maraþonið var ræst kl 5:30 og það sem var verra, það hellirigndi. Ég keyrði frá Eufaula AL til Macon GA daginn eftir og gisti þar. Síðan keyrði ég til Bristol TN.

26.mars vaknaði ég kl 4 því startið var kl 6:30. Það var taka TVÖ til að klára
 AFTUR öll 50 fylkin í 3ja sinn.. já, ég var viss um að ég væri að klára þau í Richmond VA.. í nóv sl..
En R'n'R hlaupið í TN var ekki viðurkennt.. alltof margir voru neyddir til að stytta vegna hita.. og hvað gerir maður þegar maður fær slæmar fréttir - kaupir ferð til að klára þetta.. en ég verð að viðurkenna að það voru ekki sömu tilfinningar að klára núna og í Richmond.. það er ekki hægt að endurtaka sigurvímuna fyrir sama afrekið.. og það rigndi mest allan tímann.

Hin 49 fylkin voru samþykkt af The 50 State Marathon Club... svo nú er þetta staðfest.. og Mainly Marathon gefa þeim sem klára hjá þeim flottan viðurkenningar pening. 
Daginn eftir lagði ég af stað um hálf 9 og skilaði bílnum um kl 3.. ég fékk allar gerðir af veðri á leiðinni, sól, þoku og rigningu. Allt gekk vel og þakka Guði fyrir það 

Stórum áfanga náð.. ENN EINU SINNI.

2 maraþon
2 fylki, Alabama og Tennessee
Keyrði 1.402 mílur eða 2.302 km

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og tveimur?
Nota HTML-ham

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband