Leita í fréttum mbl.is

Virginia 9-20.nóv 2023

Sögulegum áfanga verður náð í þessari ferð.. en ég mun hlaupa maraþon í Richmond í Virginiu á laugardag.. og klára þá öll 50 fylkin í 3ja sinn.

9.nóv.. Flugið til Baltimore var 6 tímar.. við flugum yfir Grænland.. við vorum nokkuð fljót í gegnum eftirlitið og þurftum ekki að bíða lengi eftir rútunni á bílaleiguna..
Hún var hins vegar yfirfull, fólk stóð og þegar bílstjórinn þurfti snögglega að hemla, hentist kona á göngugrindina hans Lúlla og braut pokann af henni.. á bílaleigunni tók tíma að fá réttu manneskjuna á staðinn að taka skýrslu..
Við fengum loksins bíl og vorum að fara þegar ég uppgötvaði að hann var rafmagnsbíll, ég snéri við, vil ekki rafmagnsbíl.. fengum annan, vorum komin að slánni.. þegar það kom viðvörunarljós í mælaborðið.. snéri við og fékk þriðja bílinn.. myndaði skemmdir og að það vantaði bensín á hann en við komumst af stað.. Klst keyrsla á hótelið, þar sem pöntunin fannst ekki og kostaði yfir klst samtal við hotels.com sem er nú lika orðið expedia og eitthvað annað.. O boy, hvað ég var þreytt þegar ég komst í rúmið..

10.nóv.. Ég sótti gögnin fyrir hlaupið og undirbjó að vakna um miðja nótt til að fara í hlaupið.. 
 
11.nóv.. Vá.. Richmond Virginia.. síðasta fylkið.. Mér tókst það.. er samt ekki alveg búin að ná þessu.. að ég hafi klárað í 3ja sinn ÖLL 50 FYLKI USA.. ótrúlegt.. eftir ca 150 flugferðir til USA, mörg hundruð hótelgistingarnar og tugþúsundir mílna keyrslu.. þá er þessu takmarki náð. Og Kananum finnst þetta svo stórmerkilegt því ég hef aldrei búið í USA.
Ég var alveg óvænt tekin í viðtal við CBS12 fréttastöðina fyrir maraþonið.. 
 
12-20.nóv.. létum við fara vel um okkur, vorum 3 daga í Aberdeen í Maryland og 4 daga í Cherry Hills í New Jersey.. en 20.nóv þaðan keyrðum við til Baltimore.. í flug heim.

M I S S I O N    A C C O M P L I S H E D  ✔️

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband