Leita í fréttum mbl.is

Washington DC 23-31.mars 2023

23.mars.. Ég fór ein út enda var þetta eingöngu hlaupaferð og mikil keyrsla. Ég lenti í DC, fékk ágætan bíl og átti hótel í innan við klst fjarlægð.. næstu 2 daga voru langar keyrslur suður til Seneca í Suður Carolínu..

26.mars.. Brekkumaraþon í Seneca S-Carolina í dag.. ekki óvön því.. en það hafðist 🏃‍♀️👌🥳Eftir hlaupið keyrði ég 90 mílur eða um 145 km til North Carolina þar sem næsta maraþon er..

27.mars.
Marflatt maraþon í Mills River N-Carolinu.. í dag. Eftir maraþonið var 4 klst keyrsla norður, yfir Virginiu og inn í W-Virginiu.. um 220 mílur eða um 360 km.. það var æðislegt að komast í bað og í rúmið.. Ég á hótel hér í 4 næstur og get tekið 2 maraþon, 2 fylki hér, því fylkismörkin liggja við hlaupaleiðina..

29.mars.. Annað brekkuhlaup, Maraþon Bluefield í W-Virginu.. WV er Mountain MAMA.. söng John Denver.. Þetta var erfitt, fæturnir ekkert nema blöðrur en ég var ákveðin að fara daginn eftir.. svo ákveðin að ég þorði ekki úr sokkunum og svaf í þeim..

30.mars.. Um morguninn fór ég í morgunmat, var sennilega komin með vökvaskort því ég drakk of mikið af safa, vatni og kaffi og fékk heiftarlega í magann.. og hætti við hlaupið.. 

31.mars.. ég hafði lofað Indverja að vera samferða mér til DC.. ég hafði hins vegar ekki gert mér alveg grein fyrir hvað ég þyrfti að fara snemma af stað.. þegar ég lofaði því og tíminn var alltaf að færast fram.. Það endaði með því að ég þurfti að vakna kl 2am og við vorum lögð af stað kl 3 um nóttina.. því hann ætlaði að fá fluginu sínu breytt og þurfti að vera mættur milli 8 og 9 á völlinn..

Maður þarf að hafa athyglina í lagi þegar maður keyrir í 5 tíma (330 mílur) á 120 km hraða í niðamyrkri.. og vegavinna og þrengingar öðru hverju að auki.. svo ég sagði að hann ætti að leggja sig.. Ég skilaði honum af mér á flugvellinum um kl 8am.
Í DC keyrði ég niður að Hvíta húsinu, lagði bílnum síðan nálægt Lincoln minnismerkinu.. enda hafði ég ekki barið það augum áður.. þegar ég var að mynda kirsuberjatrén sem eru í blóma.. sá ég fólk með gæludýrin sín, hund og 2 gopher eða marðardýr??.. Ég þurfti að berjast við þreytuna um eftirmiðdaginn, eftir að hafa keyrt alla nóttina.. Ég reyndi að dingla mér í Walmart, tók blóðþrýstinginn.. hann var fínn. Ég fór síðan í fyrra lagi að skila bílnum, sem var bara ágætt og alltaf blessun að skila honum í heilu lagi.

Ferðin var á enda, 8 dagar... næturflug kl 20:35 til Íslands
3 maraþon.. SC, NC og WV
Ég keyrði 1.396 mílur eða um 2.300 km.



 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband