30.6.2019 | 22:50
Denver CO - Kansas - Oklahoma - Texas - New Mexico - Colorado - heim 16-26.júní 2019
Nú byrjar þriðji og síðasti hluti þessarar ferðar... Við Vala skiptum um ferðafélaga í dag, þegar systur mínar fóru heim og mennirnir okkar flugu út með sömu vél... 10 dagar eftir.
16.júní... við byrjuðum á því að keyra áleiðis til Kansas og gista í Limon...
Microtel Inn & Suites by Wyndham Limon
2510 6th Street Limon 80828 CO US
TEL: +17197758121
17.júní... Keyrðum til Kansas, sáum sólblómamálverkið, skyldi það vera dýrasta útimálverk í heimi? Kostaði milljón dollur! Hvaða fylki Usa skyldi vera nær hrukkulaust???
KANSAS er næstum eins slétt og pönnukaka... og við komumst að því hvað landslagið fyrir utan gluggann skiptir miklu máli.
Cottonwood Inn,
1200 State St Phillipsburg 67661 KS US
TEL: +17855432125
18.júní... Kansas kom okkur verulega á óvart í dag... við ætluðum að skoða Monument Rocks í dag á leiðinni suður... en það byrjaði að rigna... og þegar við komum að afleggjaranum þá var hann "dirt road"... við ætluðum að láta okkur hafa það en eftir ca eina mílu ákvað ég að snúa við. Það var hægara sagt en gert því við sukkum í drullu og á tímabili leit út fyrir að við þyrftum aðstoð... en Lúlli, Vala og Hjörtur fóru út að ýta og okkur tókst að komast aftur á malbikið. Monument Rocks eru myndin framan á Kansas-kortinu og aðal djásn fylkisins... svo við skiljum ekki þessa afspyrnu lélegu aðkomu. Gistum í Liberal, en þar er hús Dorotheu og galdrakarlsins í Oz.
Rodeway Inn,
488 E Pancake Blvd Liberal 67901 KS US
TEL: +16206245642
19-20.júní... 2 nætur í Santa Fe,
Í dag keyrðum við suður Kansas, gegnum Oklahoma, niður til Amarillo í Texas... skoðuðum Cadilakkana The Cadillac Ranch á akrinum, keyrðum eftir þjóðvegi 66... kíktum á ,,draugabæi" skoðuðum bílasafn Route 66 í Santa Rosa og enduðum á hóteli í Santa Fe, New Mexico.
Quality Inn, Santa Fe,
3011 Cerrillos Rd Santa Fe, NM 87507 US
TEL: +15054711211
20.júní... Tókum það rólega í dag, versluðum og slökuðum á... við áttum pantaða hellaferð kl 18 í La Madera hér fyrir norðan Santa Fe. Hellirinn er handgert listaverk Ra Paulette. Ótrúlega flott en hann var tvö ár að gera þennan helli sem heitir ,,Windows of the Earth"
sama hótel...
21-23.júní... 3 nætur í Ruidoso
Við keyrðum til Ruidoso í dag... löng keyrsla... Fallegur bær á milli fjalla... nóg af brekkum hér fyrir næsta maraþon. Ruidoso er í 7.000 ft hæð yfir sjávarmáli - góðan daginn.
22.júní... Fórum snemma út i morgun, keyrðum til White Sands... staður sem á engan sinn líka á jörðinni og hvíti sandurinn nær suður til Mexico. Sandurinn er kaldur í sjóðandi heitri sólinni. Síðan sótti ég númerið fyrir maraþonið á morgun og við skoðuðum listaverk úr járni í miðbænum.
23.júní... Ég held að erfiðleikaskalinn hafi verið sprengdur, hefur náð upp fyrir allar mælingar í maraþoninu í dag... Brekkur, brekkur og enn fleiri brattari brekkur var einkenni hlaupsins. Ég átti fullt í fangi með að fylgja grænu örvunum í götunni til að villast ekki. Lofthæð yfir sjávarmáli var 7000 ft í byrjun, lækkaði niður í 6500 ft og hækkaði síðan í 7500 fet... ÞETTA VAR ERFIÐ LEIÐ... 3 fet í meter
New Mexico er 25.fylkið mitt í þriðja hring um USA... kom ekki til greina að gefast upp. Við borðuðum kvöldmat í Casino-inu.
Super 8, Ruidoso
100 Cliff Dr Ruidoso 88345 NM US Tel: +15753788180
24.júní... Við keyrðum í dag frá Ruidoso NM til Pueblo CO. Löng keyrsla... Við versluðum og borðuðum á Golden Corral. Það er heimferð á morgun... getur það verið! Hrikalega flýgur tíminn hratt.
Ramada Pueblo,
4703 North Freeway,
CO, 81008 Pueblo, USA
25.júní... Heimferð í dag, keyrum til Denver og tökum síðustu búðirnar um leið. Flug kl 19:55... ferðin búin... alltof fljótt.
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:54 | Facebook
Nýjustu færslur
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
- Erie Pennsylvanía 7-11.sept 2023
- Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023
- Baltimore - Boston 29.maí - 11.júní 2023
- Washington DC 23-31.mars 2023
- Annáll fyrir árið 2022
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.