Leita í fréttum mbl.is

Keflavík - Denver, 31.maí - 2.júní 2019

Þessi ferð verður í þrem hlutum... Fyrst flýg ég ein út til Denver og tek eitt maraþon, 2.júní koma systur mínar og Vala út í tvær vikur og hámark þess hluta er 4ra daga ganga í Grand Canyon... 16.júní fara Berghildur og Edda heim og Lúlli og Hjörtur koma út og við ferðumst í 10 daga en í lok þess áfanga hleyp ég annað maraþon.

Lúlli keyrði mig upp á völl og ferðin byrjaði eins og svo oft áður á betri stofunni. allt gekk mjög vel, ég fékk flottan van og herbergið var ágætt. Ég komst í Walmart fyrsta kvöldið en fór svo að sofa... Daginn eftir sótti ég gögnin fyrir hlaupið og fann staðinn sem ég átti að mæta í rútuna... Þetta maraþon byrjar í 3,5 km hæð og á að vera ALLT NIÐUR... 

Nóttina fyrir hlaupið vaknaði ég kl 12:30 til að tékka mig út kl 2:30 og vera mætt í rútu fyrir kl 4:15.

Crosslands Denver - Lakewood West
715 Kipling St  Lakewood 80215 CO US  
TEL+13032750840 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband