31.12.2018 | 16:32
Áramóta-annáll fyrir 2018
GLEÐILEGT ÁR 2019
Við Lúlli sendum áramótakveðjuna út frá Chiang Mai í Thailandi. Við óskum öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á komandi ári um leið og við þökkum fyrir árið sem er að líða.
Elsta langömmubarnið mitt er 7 ára í dag, nýjársdag og í ár fær hún afmælismyndband á youtube.com frá mér og langafa. Elsku Emilía Líf krúttið okkar, innilega til hamingju með daginn þinn. Það kemur örugglega að því einhverntíma að við getum mætt í afmælið þitt.
https://www.youtube.com/watch?v=_USA4FqWUVo
Síðasta ár (2018) var ótrúlega fljótt að líða... jafnvel fljótar en hin árin.
ANDLÁT
22.febr 2018 á dánardegi Ingvars bróður, lést Ester dóttir Hafdísar og Guðjóns á líknardeild Lsp. Það var krabbamein sem lagði hana að velli langt fyrir aldur fram en hún var aðeins 33 ára. Ester lætur eftir sig 2 ungar dætur og sambýlismann. Blessuð sé minning hennar.
FJÖLSKYLDAN
Við erum ótrúlega þakklát fyrir að allir eru heilir heilsu. Mamma datt að vísu í ágúst og lærbrotnaði við mjaðmakúluna og fékk nýja kúlu en henni hefur gengið vel að ná sér aftur. Rétt fyrir jól, flutti Árný til Njarðvíkur, Helga, elsta dóttirin flutti til Noregs í haust, Harpa næstelsta býr rétt hjá okkur, Svavar, einkasonurinn er í Reykjavík á fyrsta ári í lögfræði og Lovísa yngsta dóttirin líka í Reykjavík og nemi í hárgreiðslu. Barnabörnin eru 8 og barnabörnin 2.
STÓRAFMÆLI ÁRSINS
Öll börnin áttu stórafmæli á síðustu árum en Sigurður Bragi var 30 ára 29.des. Við óskum honum alls hins besta en við gátum ekki mætt í afmælið.
FERÐALÖG
Ég fór í 10 hlaupaferðir og eina EKKI-hlaupaferð með Helgu til Noregs að heimsækja Bryndísi og lang-ömmubörnin. Við byrjuðum árið á að fara fyrst til Egyptalands, lands pýramídanna og síðan til Dubai... þar náði mín í tvær nýjar heimsálfur, Afríku og Asíu. Við fórum til Parísar, Liverpool, Jerúsalem, USA, Havana á Kúbu og til Panama, fyrir utan að vera í Thailandi núna yfir jólin. Þá gerðist þau stórmerku tíðindi að ég fór "í taumi" með Bændaferðum til Berlínar...
Stóra ferðin okkar var með Völu og Hjödda til Californíu, þar sem Vala hljóp 5 km með mér í San Diego og svo keyrðum við upp til Portland í Oregon. Það sem stendur upp úr ferðinni er að hafa getað faðmað Jonnu í Santa Barbara í síðasta sinn, því hún kvaddi þennan heim í lok sept.
HREYFING
Ég hljóp 16 heil maraþon á árinu, eins og á síðasta ári... Við systur tókum ratleikinn eins og undanfarin sumur og kláruðum allar leikinn, fundum öll 27 spjöldin... Matthías og Indía urðu léttfetar með 9 spjöld. Ég fór fjölmargar ferðir á Helgafell og eina ferð á Esjuna.
Hlaupin... hafa vaxið hægt og sígandi, ég lenti amk 2x í meiðslum sem tóku sinn tíma að lagast, en ekkert sem ég hef áhyggjur af. Þá höfum við systur haldið okkur við að synda 1x í viku.
PS. ég sótti um nokkur prestsembætti á þessu ári... og á meðan ferlið gekk yfir - þeas... þar til ég fékk NEI-ANNAR-VAR-VALINN... þá var lífið í nokkurskonar biðstöðu... svo ég held ég gefist upp á að sækja um fleiri embætti í bili.
GLEÐILEGT ÁR
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Annálar, Ferðalög, Lífstíll | Breytt 30.12.2019 kl. 09:25 | Facebook
Nýjustu færslur
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
- Erie Pennsylvanía 7-11.sept 2023
- Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023
- Baltimore - Boston 29.maí - 11.júní 2023
- Washington DC 23-31.mars 2023
- Annáll fyrir árið 2022
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.