Leita í fréttum mbl.is

Liverpool UK 17-21.maí 2018

Flugið til Evrópu er alltaf svo snemma... við vorum komin út á völl kl 6 am... og fljótlega eftir það í morgunmat á betri stofunni. Við flugum til Manchester og tókum lest til Liverpool. Við þurftum að skipta tvisvar um lest... 

Hótelið okkar var vel staðsett en það var það eina góða við það.
... 300 m frá lestarstöðinni á hótelið,
... 2 km í gögnin og startið á 5km,
... um 1km á startið í maraþoninu.
Bítlastrætið var "bak við hús"og verslunargatan við hliðina.

Herbergið var hins vegar mjög lítið. Það var ekki hægt að fara báðum megin fram úr rúminu, hvorki stóll né borð og glerveggur afmarkaði klósettið. Það var að vísu mjó filmurönd yfir miðjuna svo það sæist ekki allt... og stórt gat í hurðinni í staðinn fyrir hurðarhún... við þurfum að borga fyrir afnot af neti og sjónvarpi... auðvitað var enginn morgunmatur... og ekki sími á herbergi.

En staðsetningin var góð og allt sem við vildum skoða og gera var í göngufæri.

Easy Hotel, Castle Street


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband