Leita í fréttum mbl.is

Keflavík - Osló - Kopervik 20 - 28. Mars 2018

20.mars.... Icelandair kl 7:55
Þessi ferð var utan dagskrár, skyndiákvörðun. Við Helga fórum saman út til að hjálpa Bryndísi og stelpunum. Lúlli keyrði okkur á völlinn og við byrjuðum á Betri stofu Icelandair. Flugið var 7:55... fyrsta viðkoma í Osló með nokkurra klst bið og svo til Karmø með SAS. Þar fengum við bílaleigubílinn en Garmurinn vildi ekki viðurkenna nýja heimilisfangið hjá Bryndísi svo við hittum hana við hús pabba hennar. 

Við komum nokkuð seint, sóttum stelpurnar í leikskólann og um að gera að slaka á og njóta þess að vera 4 ættliðir saman. Við Helga keyrum síðan stelpurnar í leikskólann og sækjum þegar Bryndís er að vinna. Nýja íbúðin er rosalega falleg og fín, ábyggilega yndislegt hérna á sumrin, stutt niður á litla bátabryggju enda eiga margir litla báta hérna.

Dagarnir eru fljótir að líða. Við höfum fengið snjó, regn, vind og sól... svolítið íslenskt veður. Á föstudeginum var frí í leikskólanum og þá dunduðum við okkur allan daginn hér heima. Um helgina varð smá klukkuvesen á okkur þegar breytt var í sumartíma og tveggja tíma munur við Ísland. Daginn sem ég fór út að skokka var ágætis veður en ég ætla að sleppa því í dag því það snjóar núna.

Það er rosa munur að geta hringt frítt á milli landa því stundum þarf að vera í stöðugu sambandi. Nú fer að koma að heimferð hjá mér, ég flýg heim í fyrramálið, Helga fer með mér heim en hafði áður ætlað að vera lengur. 

28.mars.... SAS kl 7:20


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband