10.3.2018 | 15:33
Kefl - Kaupmannahöfn - París - Tel Avív - Jerúsalem - Tel Aviv - Aþena - London - HEIM
Við ætluðum okkur að ferðast alla leið í einum rykk, það yrði langt ferðalag en við myndum fa aukadag í Jerúsalem...
6.mars... þriðjudagur
Við vorum komin út á völl um hádegið því við áttum flug til Køben 14:15. Þar áttum við smá bið en lentum í frestun á fluginu til Parísar og framhaldsflugi til Tel Aviv... svo Air France kom okkur á hótel í Kaupmannahöfn.
The Crowne Hotel Tower room 1110
7.mars... miðvikudagur
Við vöknuðum kl 4 til að ná fluginu til Parísar og þaðan til Tel Aviv... og lentum þar kl 4 eh en raðirnar voru langar við eftirlitið svo við tókum rútu kl 6 til Jerúsalem. Ferðin tók um 50 mín. Þá var lítið annað að gera en fara að hvila sig. Við hrukkum svo upp 23:15 þegar síminn hringdi... sjálfvirkur vekjari fyrri gesta...
City Center Jerúsalem hótel, 17 King Georg Street, room 17
8.mars... fimmtudagur
Strákurinn í afgreiðslunni var mjög hjálpsamur... pantaði tvær ferðir fyrir okkur. Við fórum til Betlehem í dag, skoðuðum fæðingarkirkju Krists, staðinn sem þau þrjú bjuggu þar til þau flúðu til Egyptalands og fjárhirðakirkjuna þar sem engillinn vitraðist fjárhirðunum. Það hafa verið byggðar kirkjur eða kapellur yfir alla staðina. Síðan kíktum við í mollið á meðan við biðum eftir að expoið opnaði kl 3. Við keyptum morgunmat fyrir mig, ég tók hlaupadótið til og fór að sofa... síminn vakti okkur aftur á sama tíma... ég fékk 2ja tíma svefn fyrir maraþonið, því ég gat ekki sofnað aftur.
9.mars... föstudagur
Ég hafði stillt símann á 4 am... fyrir maraþonið... allt um það á byltur.blog.is. Éf labbaði samferða nokkrum konum á startið.
Eftir maraþonið labbaði ég um 2 km aftur á hótelið... og var papparössuð af Lúlla sem lá í leyni með myndavél. Ég tók það aðeins rólega, fór í sturtu og svo fórum við út að leita að matsölustað... það var allt lokað... sabbat. Við fundum sjoppu sem er opin allan sólarhringinn og þá var búið að bjarga því að ég færi ekki svöng að sofa.
10.mars... laugardagur
Við vöknuðum snemma og ætluðum út í morgunmat - allt lokað í kring. Sabbat... OK... kaffi og súkkulaði í morgunmat. Við mættum síðan á Agrippas hótel í næstu götu en þangað vorum við sótt til að fara í ferð um Jerúsalem. Þetta var rúmlega 6 tíma ferð. Við fórum á alla þekktustu biblíustaðina... Kirkju Jóhannesar skírara, Olíufjallið, gömlu Jerúsalem þar sem við gengum hina frægu Via Dolorosa... og vorum fyrir tilviljun samferða hópi upp með krossinn. Meðfram voru sölubásar sem Jesú kallaði ræningjabæli á sínum tíma.
Við fórum upp að Grátmúrnum og "Golgata" er nú á efri hæð í kirkju... og gröfin á neðri hæðinni. Við erum ekki alveg að kaupa þetta...héldum að gröfin væri í garði (Getsemane). Ég var nokkuð góð að labba allar tröppurnar og brekkurnar... hélt ég yrði meira eftir mig eftir maraþonið. Þetta var fínn dagur, þetta er eitthvað sem okkur hefur langað til að sjá.
11.mars... sunnudagur
Mig langaði að fara til Nasaret í dag en það er ekki í boði á sunnudögum. Við ætluðum þá að taka strætó að Lions Gate á Jerúsalem múrnum en eina leiðin til að komast, var með leigubíl... því hliðið er Arabíu-megin. Við tókum bíl... ég sá nefnilega að í skoðunarferðinni í gær gengum við bara hluta af Via Dolorosa... Í dag gengum við hana alla, fórum síðan út um Jaffa hliðið og löbbuðum í rólegheitum á hótelið. Við kíktum í búðir og fengum okkur að borða. Þegar við komum á hótelið milli 3 og 4 var okkur sagt að þau hafi reynt að ná í okkur í allan dag. VIÐ ÁTTUM AÐ TÉKKA OKKUR ÚT KL 11... ég sagði, nei, nei við förum ekki fyrr en á morgun ! En svo þegar ég athugaði málið... þá var það rétt... það stóð pikkfast í mér að við kæmum heim á þriðjudegi.
Við skelltum öllu í töskurnar... urðum að borga fyrir aukanótt og tókum strætó á Bus Central Station... þar sem við fengum að kynnast KAOS og óskipulagi af versta tagi... þar gilti frumskógarlögmálið að rútunni til að borga bílstjóranum... við biðum á aðra klst eftir að fá sæti í rútu til Tel Aviv á lestarstöðina og tókum þaðan leigubíl á hótelið okkar. Þetta hótel átti að vera 4 stjörnur en kannski ein hafi verið Betlehemsstjarna og hinar einhverjar sem við sjáum ekki. Ég pakkaði niður fyrir flugið og við reyndum að sofna.
Geula Suites, HA-ARI 11, Tel Aviv 61999 IL Tel: 97235102310 room 31
11.mars... mánudagur
Við sváfum lítið, og vorum vöknuð áður en síminn hringdi kl 2:45... leigubíllinn sótti okkur kl 3:30 og flugið átti að vera kl 5:40. Í fyrstu leit allt vel út en eitthvað vesen var í kringum gamlan kall, gyðing, sem sat aftast og eftir þó nokkra seinkun var hann leiddur út af tveimur öryggisvörðum... en eftir enn lengri bið fékk hann að fljúga með okkur... en þessi seinkun varð til þess að fullt af fólki sem átti tengiflug missti af því. Við vorum öll send í sérstaka afgreiðslu. Þegar við vorum komin út í gegnum eftirlitið uppgötvaði ég að ég væri búin að týna öllum ferðapappírunum. Ég þræddi uppl og tengiliði sem hringdu inn en enginn sá þetta hjá sér, það var svaka vesen að fá að fara inn aftur og leita hjá fólkinu sem sagði að það væri ekki hjá sér og svo lágu pappírarnir þar á borðinu....
Við flugum með Aegan Airlines og þeir vildu bara koma okkur í dag til Frankfurt með þýsku flugfélagi því við áttum pantað þangað. Það gagnast okkur ekki því við vorum búin að missa af fluginu heim. Það var ekki hægt að fá flug með Aegan til London á þess að við borguðum fyrir það... en það var nóg af sætum. Við keyptum því flug til London, Lúlli hringdi heim í Icelandair og fékk að setja farmiðann okkar upp í flug heim frá Heathrow... Þessi gyðingur kostaði okkur 1000 evrur eða rúmar 100 þús krónur... en á fluginu var hann búinn að spenna á sig einhvern trékubb á ennið og annan undir hendina og teypa einhverja snúninga á niður á handlegginn á sér... kannski átti okkur að líða betur við það.
Við þurftum að bíða nokkra klst á Heatrow og nýttum okkur Betri stofuna. Þetta verður orðið EXTRA langt ferðalag þegar við komum loksins heim.
Við eigum flug kl 20:50 með Icelandair.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll | Breytt 27.3.2018 kl. 07:33 | Facebook
Nýjustu færslur
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
- Erie Pennsylvanía 7-11.sept 2023
- Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023
- Baltimore - Boston 29.maí - 11.júní 2023
- Washington DC 23-31.mars 2023
- Annáll fyrir árið 2022
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.