Leita í fréttum mbl.is

Keflavik - London - Istanbul - Dubai

22.jan... 
Lúlli vakti mig rúmlega 4 am... og við vorum lögð af stað kl 5... að sjálfsögðu borðuðum við morgunmatinn á betri stofunni... það er frábært að byrja þar. Við áttum flug um kl 8 með Icelandair til London Heathrow. Þar biðum við í tæpa 4 tíma. Næsta flug var með Turkish Airline til Istanbul... Lággjaldaflugfélag en öll hugsanleg þjónusta innifalin. Við fengum matarbakka með heitum mat, köku og hvað sem við vildum að drekka með og þjónustan frábær. Í Istanbul biðum við í 2 og hálfan tíma og flugum áfram með Turkish Airlines til Dubai. Eins og áður var öll þjónusta í boði... heitur matur og allir drykkir, frí taska með svefngrímu, eyratöppum, flugsokkum og heyrnatól fyrir skemmtiefnið. Þá var leikjatölva í sætisbakinu... en báðar vélarnar voru 500 manna breiðþotur. Við lentum í Dubai um kl 7 um morgun... rúmum sólahring eftir að við fórum að heiman. 

Holiday Inn Express Dubai, Internet City, Knowledge City P.O. Box 282647 Dubai
Tel : +971044275555   room 146

23.jan...
Við tókum leigubíl á hótelið... ég svaf örugglega ca 2 tíma í síðasta fluginu en Lúlli svaf eitthvað meira. Við fengum ekki herbergið strax. Við fengum að geyma töskurnar í lobbyinu og ákváðum að taka lestina og skoða hæsta turn í heimi. Lestarkerfið er ekki svo flókið og greiðslukerfið eins og í London. Við keyptum okkur kort með inneign og fórum út við Dubai Mall. Hvílíkir gangar frá lestarstöðinni í mollið (ég frétti seinna að það væri 1km) 
Neðst niðri í einu horni var selt upp í turninn... ég athugaði verðið... 580 aed á mann (100 usd eru 344 aed ) hvílíkt verð. Það væri um 34 þús fyrir okkur bæði og mengunin er mikil svo að skyggni er lélegt... þetta er ekki þess virði. Þegar við komum til baka fengum við herbergið og við borðuðum kvöldmat á hótelinu og fórum snemma að sofa.
Við upplifðum í fyrsta sinn kynjaskipta lestarvagna og strætó.

24.jan...
Við tókum strætó á hótelið þar sem gögnin voru afhent. Þetta var lítið expo. Ég fékk nr 1466. Maraþonið er á föstudegi sem er helgur dagur hér... Við kíktum í mollið hinu megin við götuna, fengum okkur að borða, kíktum á ströndina og tókum því rólega... og strætó til baka...  það var hlýtt og gott en alltaf þetta mistur í loftinu. Ég ætla ekki að ganga mig upp að hnjám fyrir þetta hlaup. Við vorum aðeins og sein að kaupa okkur skoðaunarferð á morgun, sölumaðurinn var farinn af hótelinu. 

25.jan...
Fyrst við misstum af skoðunarferð til Abu Dabi í dag ákváðum við að fara í enn eitt mollið, Mall of the Emerites... og ég sem ætlaði ekki að ganga mikið í dag EN það er víst ekki hægt að komast hjá því í útlöndum. Við gátum hamið okkur og vorum komin snemma á hótelið. Ég reyndi að fara snemma að sofa en gekk illa að sofna... svo hringdi mamma kl 10:30 með slæmar fréttir og ég svaf lítið eftir það.

26.jan...
Klukkan var stillt á 4 am til að komast í maraþonið... 
https://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/2209927/

Ég þurfti að ganga rúman km frá markinu í strætó eftir hlaupið og svo varð ég að standa í strætó á leiðinni, því ég hafði hellt svo miklu vatni yfir mig á leiðinni að ég var blaut niður í skó. Ég byrjaði á að helgja fötin upp og leggja mig aðeins... ég komst ekki í sturtu strax út af nuddsárum... en eftir sturtuna fórum við út að borða, gengum frá dótinu og lðgðum okkur til kl 23 því á miðnætti áttum við pantaðan leigubíl upp á flugvöll.

27.jan...
Fyrsta flug hjá okkur var kl 2:40 til Istanbul. Það er frábært að ferðast með Turkish Airlines, þjónustan er frábær hvort sem það er nótt eða dagur. Fluginu seinkaði um hálftíma og við vorum aðeins stressuð yfir að ná næsta flugi en svo var meiri tímamunur en okkur minnti... næsta flug var með Turkish Airlines til London Gatwick og þaðan flugum við með Icelandair. Alltaf gott að koma heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband