Leita í fréttum mbl.is

Kef - Denver - Nashville TN

27.apríl
Jæja...enn einu sinni farin út að hlaupa. Ég er ein í þetta sinn enda er þetta bara helgarferð. Það eina sem hefur verið smá áhyggjuefni er hálsbólgan, kvefið og magakveisan sem ég hef verið með undanfarið. Ég hljóp ekki í viku vegna þessa. En nú er komið að því.

Flugið til Denver tók 7:50 og komið fram yfir miðnætti heima þegar ég var komin á hótelið. Ég fór fljótlega að sofa því ég átti flug með South-West kl 6:30 am. Fyrir smá mistök lét ég klukkuna vekja mig kl 3 am - ég var búin að panta skuttluna kl 4:30... en svo komst ég með skuttlunni kl 4 svo þetta var allt í lagi. 
Ég var á sama hóteli og við Lúlli vorum veðurteppt á í fyrra. 

Days Inn Airport
7030 Tower Rd, Denver CO
Tel: 303 373-1500 room 202

28.apríl
Flugið til Nashville tók rúma 2 tíma og klukkan færðist fram um 1 tíma. Ég fékk bílinn og fór á hótelið... en fæ ekki herbergið fyrr en kl 3. Ég sótti gögnin, keypti mér morgunmat og vatn og fékk mér að borða... Fékk herbergið og tók til hlaupadótið fyrir morgundaginn.

29.apríl
Dagurinn byrjaði mjög snemma með maraþoni... allt um það á byltur.blog.is
Eftir sturtu og símtal við Bíðara nr 1 fór ég út að borða og í nokkrar búðir... og svo tók ég það rólega.

30.apríl
Það var gott að geta sofið út en samt vaknaði ég snemma... fór í morgunmat, skipulagði daginn og lagði af stað. Fyrst var Target, Walmart, Lowes og svo Golden Corral. Það var búið að vera heitt og rakt úti en meðan ég var að borða breyttist verðrið í TROPICAL STORM eins og fólkið sagði sem leit út um gluggana. Breytingin var þannig að ég tók videó og setti á facebook. Þegar ég kom aftur á hótelið pakkaði ég því mesta, stærstu pökkunum, talaði við Bíðarann... hann er alltaf í beinu sambandi og horfði á eina bíómynd. 

1.maí
Ég frétti að það væri hefðbundið skrúðgöngu-slagveður heima... en frábært veður hér. Ég fór í morgunmat, skilaði bílnum og tékkaði mig inn. Ég gat ekki tékkað töskurnar inn alla leið, þannig að í Denver, lenti ég í Terminal C og þurfti að taka lestina í tösku-komudeild, taka töskurnar, tékka mig inn aftur, fara í gegnum eftirlitið og lestina til baka í B (United Lounge) og svo er Icelandair í Terminal A. Ég á flug heim kl 17:20

Days Inn Airport Nashville
821 Murfreesboro Pike Nashville 37217
Tel: 1 615 399 0017  room 641


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband