Leita í fréttum mbl.is

Keflavík - London - Róm

31.mars...

Evrópuflug er alltaf morgunflug... við áttum flug til London kl 7:40... vöknuðum kl 4am. Við flugum í breiðþotu til London og þurftum að skipta um terminal, fara úr 2 í 4 og það krefst amk auka hálftíma í stoppi. Okkur finnst Heathrow leiðinlegur tengiflugvöllur. Við komumst í gegnum eftirlitið í terminal 4 án þess að hafa farmiða... en gátum síðan ekki keypt vatnsflösku án farmiða. Farmiðann gátum við ekki prentað út fyrr en 2 tímum fyrir brottför. Við flugum svo með Alitalia til Rómar. Ég var búin að panta leigubíl sem beið við útganginn. Við vorum hundþreytt þegar við komum á hótelið og fórum fljótlega að sofa. Við getum ekki hafa verið heppnari með staðsetninguna á hótelinu. 

1.apríl

Við vöknuðum snemma... raunar var lítið sofið, því það virðist sem vinsælasti partýstaðurinn sé á torginu fyrir neðan gluggann hjá okkur. Við fengum okkur morgunmat... Við gistum í nunnuklaustri!!!  og dagurinn var notaður til læra á lestarkerfið og sækja gögnin fyrir maraþonið. Það gekk bara vel þó gangurinn væri langur, bæði í expo-inu og að því frá lestinni. Lestarstöðin okkar er við Colesseo þ.e. hið heimsfræga hringleikahús. Við létum okkur nægja að skoða það að utan í dag... hvíla fæturna aðeins fyrir hlaupið á morgun. Veðrið var dásamlegt. Fórum snemma að sofa en það var kátt fyrir utan gluggann á laugardagskvöldi og illa sofið.

2.apríl

Við erum svo heppin að hótelið hafði morgunmatinn klst fyrr í dag vegna maraþonsins. Eftir að hafa borðað og græjað sig, gengum við á startið. Allt um hlaupið á byltur.blog.is
Eftir hlaupið labbaði ég á hótelið, Lúlli mátti ekki bíða við markið og það rigndi svo mikið að hann fór á hótelið. Ég fór í sturtu... þá var stytt upp og við gengum niður að hringleikahúsinu og skoðuðum það að innan. Hvílíkt mannvirki.

3.apríl

Við ákváðum að nota daginn í að skoða Vatikanið og Péturskirkjuna. Nú erum við eins og innfæddir í lestunum. Í hverju skrefi er kirkja eða rústir.

RÓM ER Í RÚST

Alls staðar voru kílómetra langar raðir en við komumst fram fyrir þær út á ART-kort sem fylgdi maraþoninu. Fengum að skipta um herbergi... sem snýr út að lokuðum garði bakvið.

4.apríl

Leigubílstjórinn sem keyrði okkur á hótelið frá flugvellinum sagði okkur að það væru 700 kirkju í Róm. Við skoðuðum nokkrar í dag... þær voru allar í næsta nágrenni... Hvílík listaverk, hátt til lofts og vítt til veggja.

5.apríl

Við ákváðum að taka lestina til Pisa og skoða skakka turninn. Það voru 4 tímar hvora leið og strætó á staðnum. En í staðinn sáum við landið og gátum hvílt fæturna... Lúlli var orðinn mjög þreyttur af göngu. Komum seint heim.

6.apríl

Eg vildi hvíla fætur Lúlla BETUR ;) og taka lestina til Pompeii en hann vildi það ekki. Við skoðuðum Santi Páls kirkjuna og sátum aðeins úti á Piazza Del Popolo... það sem ég meðal annars réðist inngöngu til að skoða lögreglustöð, en fékk ekki... hvernig á maður að vita hvað er safn og hvað ekki... dyrnar voru opnar :) á torginu hittum við fyrir tilviljun íslensk hjón...
Við eigum 693 kirkjur eftir :O

7.apríl

Heimferð í dag. Við skráðum okkur út af hótelinu um kl 9 og drógum töskurnar á eftir okkur í lestina... lest frá Colosseo til Termini og þar tókum við Leonardo Express út á flugvöll.
Við áttum flug kl 14:15 með Alitalia til London og með Icelandair heim kl 21.10.

Casa Santa Sofia,
Piazza Della Madonna Dei Monto 3, Monti Roma 00184...
tel 3906485778, room 203 og svo 313


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband