Leita í fréttum mbl.is

Noregur 23-28 ág 2016

23.ág
Noregur 23.ág 2016Við fljúgum að sjálfsögðu báðar leiðir með Icelandair... og fyrir flug fengum við okkur morgunmat í betri stofunni. Flugið var með einni millilendingu (Bergen) þar sem við biðum klst í vélinni og héldum svo áfram til Stavanger.

Við fengum stóran og flottan bíl á vellinum og héldum til Kopervik. Garmin og Noregur eru EKKI vinir... en við komumst í ferjuna og með stórum aukahring til Haugasunds... enduðum við loks í Kopervik. Þar urðu fagnaðarfundir því ferðin var orðin frekar löng með öllum útúrdúrum. Emilía átti svolítið erfitt með að skilja að það þyrfti ekki að sækja okkur því við kæmum á bíl ??? Settum við hann með töskunum eða hvað ??? Við pöntuðum pizzu og tókum það rólega.

24.ág.
Íbúðin þeirra er mjög skemmtileg. Bryndís og stelpurnar vakna kl 6. Símon var á næturvakt um nóttina svo hann svaf lengur, stelpurnar fóru á leikskólann og Bryndís fór í skólann. Við Lúlli fórum á rúntinn fh en eh fór ég með Bryndísi að sækja stelpurnar í leikskólann og versla í matinn :)
Eftir kvöldmat kíktum við í heimsókn til Gunnu og Olavs. Þau búa ekki langt frá í flottu húsi á þrem hæðum. 

25.ág.
Emilía Líf göngugarpurTil hamingju með afmælið Edda systir :)
Það var skipulagsdagur í leikskólanum hjá stelpunum og field-trip í skólanum hjá Bryndísi... og henni var sagt að hún mætti taka börnin með svo ég mætti líka... þegar til kastanna kom var ekki hægt að vera með kerru því þetta átti að vera ganga meðfram fjörunni... ég skutlaði því Evu Karen heim til Símonar og langafa og brenndi á eftir þeim.... ég gekk svo eftir þeim út í Ferkingstad og náði þangað í nestistímanum... og svo gengum við til baka... ég fór ekki alveg rétta leið og gekk sennilega um 9 km en þau um 8 km... Emilía var mjög dugleg að ganga. Á eftir fórum við og sáum litlu frelsisstyttuna en koparinn sem var notaður í NY-styttuna var fenginn úr námu þar við... Við horfðum á Rambó 4 um kvöldið. 

26.ág.
Ferjan frá StavangerAllt sem er skemmtilegt er svo fljótt að líða... Við fórum með Bryndísi og stelpunum í leikskólann og svo kvöddumst við... Við Lúlli keyrðum áleiðis til Stavanger og urðum að taka ráðin af Garmin... fara göngin með hringtorginu til að stytta leiðina í ferjuna... og svo keyra til Stavanger... Við fundum hótelið - ótrúlegt en satt - og gögnin - enn ótrúlegra - því Garmurinn hringsnýst hérna, lætur okkur keyra göngugötur og lokaðar götur... Eftir ótal hringi fundum við út að hótelið, gögnin og startið var í 200 metra radíus. EN engin bílastæði nálægt hótelinu... næsta bílastæðahús var niður við höfn í um 400m fjarlægð. Við tókum allt sem við mundum eftir með okkur... snörluðum brauð úr COOP Prix á móti og fórum snemma að sofa. 

27.ág
Sverd i Fjell Stavanger NorgeKlukkan var stillt á 5:45 og svo breytt í 6:30... eftir hefðbundinn undirbúning fórum við morgunmat og mættum á startið 20 mín fyrir 9.
Maraþonið var ræst kl 9... og hægt að lesa um það á byltur.blog.is
Eftir hlaupið ákváðum við að skoða minnismerkið sem var á verðlaunapeningnum - Sverd i Fjell - og það tók ótrúlegan tíma vegna lokaðra gatna sem enginn vissi að væru lokaðar og fleira. Við fengum okkur hambó á Burger King og fórum á hótelið... 

28.ág... Heimferð kl 14:35


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband