Leita í fréttum mbl.is

Flagstaff AZ - Las Vegas NV

4.júní... laugardagur

Við erum búin að vera viku... og búin að sjá og gera ótrúlega mikið. Við fengum okkur morgunmat og lögðum af stað. Við keyrðum austur I-40 sem er hluti af Route 66... til að skoða Meteor Crater, stærsta loftsteinagíg jarðar. það eru 16 ár síðan ég ætlaði fyrst að skoða hann... og það var kannski þess vegna sem ég vænti meira.

Síðan settum við inn Sedona og keyrðum niður þvílíkt fallegt gil... Sedona Canyon... og þaðan fórum við til Montezuma Castle... þar var að finna skemmtilegan bústað í klettunum, sem indíánar gerðu fyrir 800 árum...

Á leiðinni til Vegas komum við við í Grand Canyon Caverns... en rétt misstum af síðustu ferð niður þann daginn... við Lúlli skoðuðum þann helli árið 2000 þegar ég hljóp Grand Canyon Marathon... Við höfum verið í ógurlegum hita allan tímann, þegar við keyrðum inn í Las Vegas um kvöldið var hitinn yfir 100F eða um 40C

 

Palace Station,

2411 W-Sahara Ave, LV 89102

Phone:1 702 367 2411 room 2414


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband