Leita í fréttum mbl.is

New Orleans LA - New York - heim í kuldann :/

Þó við ættum flug frá New Orleans til New York á skikkanlegum tíma... það þarf alltaf að tékka sig út af hóteli, kaupa bensín á bílinn, nesti fyrir flugið, skila bílnum og vera komin í flughöfnina amk 2 tímum fyrir brottför. Eins og Prédikarinn segir: ALLT HEFUR SINN TÍMA:

Við vöknuðum kl 5, morgunmatur kl 6. Flugstöðin var um 20 mílur í burtu. Við vorum í betra hverfi en áður hérna... og hótelið la-la.

Flugið með jetBlue tók 3 tíma og í fyrsta sinn notaði ég netið um borð, maður er orðinn eins og unglingarnir... hangandi í símanum allan daginn.

Þegar við tékkuðum okkur inn í New York voru Þóra Hrönn og maðurinn hennar á eftir okkur í röðinni við öryggisleitina... lítill heimur.

Flugið heim tók 5 tíma og ég rétt náði 3 bíómyndum... Harpa sótti okkur og keyrði heim í kulda og ófærð... brrrrr ég lagði mig fram að hádegi og fór svo að vinna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband