Leita í fréttum mbl.is

Gleðilegt ár 2016

TAKK FYRIR LIÐNU ÁRIN OG MEGI GUÐ GEFA YKKUR FARSÆLT ÁR 2016

Hlaupa-annállinn er kominn á byltur.blog.is

Áríð byrjar alltaf á afmælisdegi Emilíu Lífar, eldra lang-ömmubarnsins míns. Hún er 4 ára í dag og fær innilegar hamingjuóskir héðan, við Lúlli erum í Texas en þau eru heima hjá okkur að halda upp á afmælið :) 

STÓRAFMÆLI

Árið 2015 hefur verið viðburðarríkt. Þrír í fjölskyldunni áttu stórafmæli, Árný varð 50 ára, Helga 40 ára og Lovísa 30 ára. Já börnin eldast líka :)
OG... svo áttum við hjónin 40 ára brúðkaupsafmæli... var næstum búin að gleyma því ;)

FERÐALÖG

Ég fór 10 hlaupaferðir til USA, oftast ein. Lengsta ferðin var helgarferð til Hawaii... það var frekar strangt ferðalag, sérstaklega heimferðin... en ég myndi gera það aftur hvenær sem er. Ég sé fram á að klára annan hring um USA í Helena MT í júní... Ferðirnar er keyptar og ég er skráð í hlaupin sem vantar.

HREYFING

Vegna meiðsla sem ég fékk í fyrstu ferð ársins hafa æfingar verið með minnsta móti... og vegna æfingaleysisins hætti ég við göngu niður á botn á Grand Canyon í júní. Ég lét mér nægja að skoða allar aðstæður, taka myndir og er nú búin að skipuleggja gönguna í júní á þessu ári... og nú ætla fleiri að ganga með mér.  

Ég hélt áfram að synda með Eddu á föstudögum, ég hjólaði ekki eins mikið og ég hefði viljað en í staðinn gekk ég oft á Helgafell ein eða með Völu og tók Göngugarpinn með Matthiasi, Eddu og Berghildi.

Þetta ár verður spennandi... við eigum von á nýju barnabarni í mars.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband