Leita í fréttum mbl.is

Alltaf á ferðalagi :)

Við erum svo sannarlega blessuð í bak og fyrir. Við erum búin að eiga yndisleg jól í faðmi fjölskyldunnar. 19.des fengum við litlu fjölskylduna okkar frá Noreg í heimsókn og við skildum hana eftir heima þegar við fórum út 29.des. Það er gott að einhver passar kofann :)

Við flugum fyrst til Boston og gistum á Doubletree by Hilton... rándýrt hótel en við fengum ekkert annað á sínum tíma... hótelið var með skuttlu en það fylgdi hvorki morgunmatur eða internet á herbergi. 

Doubletree by Hilton,
240 Mt Vernon Street 02125 MA
Phone: 617 822 3600 room 319

..................................................

Ég svaf mjög vel enda er Doubletree klassa-hótel... við tókum fyrstu skuttlu (kl 5) upp á flugvöll enda áttum við flug með jetBlue kl 7 am til Houston... tæplega 5 klst flug. 

Við lentum á Hobby... um hádegið, tókum bílinn okkar og drifum okkur á hótelið, kíktum í Walmart að kaupa vatn og fl... kíktum í Mollið, Dollar Tree og fengum okkur svo að borða á Golden Corral áður en við fórum aftur á hótelið okkar. Við gistum á Days Inn sem er með betri Days Inn sem við höfum nokkurn tíma gist á... Það er innan við einnar mílu radíus í allar búðir sem við höfum áhuga á... og nokkrar mílur í hlaupið á nýjársdag.

Days Inn Humble/Houston Intercontinental airport
9824 JM Hester Road Humble TX 77338 US
Phone: 281 570 4795  room 119


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband