Leita í fréttum mbl.is

Orlando - heim í snjóinn og ófærðina

Space Coast Marathon 29.11.2015Það er óhætt að segja að veðrið hafi leikið við okkur í Florida... en nú erum við komin heim í óveðrið.

Ég, Edda og Berghildur pöntuðum þessa ferð fyrir heilu ári... en svo ætluðu Lovísa og Gunnar að fara í krús og það varð úr að þau færu út á undan og ég kæmi með Indíu og Matthías 26.nóv og við færum öll saman heim 2.des. 

Ferðin út var erfið en gekk vel... erfitt 8 tíma flug plús 1 tíma seinkun útí vél, en krakkarnir í vélinni voru ótrúlega dugleg að hafa ofan af fyrir sér og Indía gat aðeins sofið. Lovísa og Gunnar tóku á móti okkur á vellinum. 

Beðið eftir flugi heim frá OrlandoVið systur vorum 2 daga í Orlando áður en við fórum til Cocoa Beach og hlupum í Space Coast Marathon-inu og vorum síðan 2 daga aftur í Orlando. Þá borðuðum við öll saman daginn áður en við fórum heim.

Flugið heim var 6 tímar... og Lúlli tók á móti okkur með skóflu til að moka Berghildar bíl út. Hrefna sótti Gunnar, Matthías og töskurnar en Lovísa og Indía komu með okkur til að taka þeirra bíl heima hjá okkur. 

Guði sé lof að allt gekk vel, allir eiga ljúfar minningar frá ferðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband