Leita í fréttum mbl.is

Gleðilegt ár 2015

 

GLEÐILEGT OG GÆFURÍKT KOMANDI ÁR 2015

Ég hef þegar fært inn hlaupa-annálinn fyrir 2014 á http://byltur.blog.is og er að reyna að muna hvað gerðist eiginlega á þessu ári. Nú þýtur tíminn svo hratt framhjá að það er erfitt að muna hvað gerðist og hvenær. Ég man að Lúlli átti að fara í hnjáliðaskipti daginn fyrir Reykjavíkurmaraþon (þetta er eins og í LAX, LAX, LAX)... en því var svo frestað. Við hjónin vorum bæði, allt árið í hremmingum með tennurnar, en það fer sem betur fer að taka enda. 

Emilía Líf og Eva Karen 2014Afmælisbarn dagsins...
Ótrúlegt en satt... í dag er Emilía Líf lang-ömmu-dúllan mín 3ja ára. Litla fjölskyldan í Noregi stækkaði 5.mars þegar Helga-amma fékk stærstu afmælisgjöf lífsins, Evu Karen. Nú eru allir svo spenntir því eftir nokkra daga kemur fjölskyldan til landsins í heimsókn.

Stórafmæli...
Mamma varð 85 ára 19.apríl sl. og komum við systkinin saman af því tilefni.  Þá gerðist sá merkis atburður að ég fór erlendis ÁN ÞESS AÐ HLAUPA... Það hefur ekki gerst í 18 ár... Erlingur eini eftirlifandi af bræðrum pabba varð 90 ára 8.nóv og við Edda, Berghildur og mamma skelltum okkur til Danmerkur í veisluna.

Langamma með nýjasta langa-lang-ömmu-barnið 19.6.2014Fjölgun á árinu...
Ég fékk annað langömmu-barn 5.mars þegar Bryndís Líf og Símon Már eignuðust Evu Karen í Noregi. Þá kom sjöunda barnabarnið í heiminn 6.júní þegar Lovísa og Gunnar eignuðust Indíu Carmen. Ég var í miðju maraþoni í Illinois í USA þegar sms-ið kom. Barnabörnin eru orðin 7 og 2 lang-ömmu-börn.

Hreyfing...
Ætli það hafi ekki verið meiri hreyfing á bankareikningnum en mér... ég var frameftir öllu sumri að jafna mig eftir hálku-byltur og reyndi að halda mér aðeins við með því að hjóla, ganga og synda í bland, en við systurnar höfum synt á föstudögum frá því í mars. Stundum fór ég oft í viku á Helgafell og svo var það ratleikurinn en ég leitaði öll 27 spjöldin uppi...  

Ég fór fjórar ferðir til USA að hlaupa og í síðustu ferðinni hlupu Edda og Berghildur hálft maraþon í fyrsta sinn. Sonurinn fór líka hálft maraþon í fyrsta sinn síðasta sumar í Reykjavík.

Einhverntíma kemur að því að börnin koma með mér í maraþon í USA. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband