Leita í fréttum mbl.is

Komið að heimferð

Veðrið í gær var hrikalegt, ég sleppti því alveg að fara út eftir hlaupið, át frekar eittthvað drasl sem ég var með og keypti mér sprite í sjálfsalanum. Fyrst var þrumu og eldinga-show og svo kom haglél... Allt var orðið hvítt um kvöldið.

Í morgun hefur nokkuð verið um frestun á flugi, Bíðari nr 1 hafði áhyggjur af því að ég kæmist ekki heim... svo ég fékk manninn í lobbý-inu til að hringja fyrir mig og fá staðfestingu á flugi eða jafnvel að fara fyrr. Nei, fluginu til Denver var frestað í morgun svo mitt flug er það fyrsta þangað.

Bíllinn var hvítur af snjó og ég ætlaði bara að skafa á íslenskan hátt... en NEI TAKK... það var eins og hann hefði verið hraunaður með ísregni undir snjónum... Ég býst við að það taki tíma að láta þetta bráðna. Svo sýnist mér líka að það sé glerhálka. 

Það er ekkert annað að gera en að fara snemma af stað, vera tímanlega. Ég á flug til Denver kl 13:24 eh og heim kl 16:15.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband