2.1.2014 | 06:40
Gleðilegt ár 2014
Eins og fram kemur á byltublogginu var árið 2013 viðburðarríkt, bæði gleðilegir og sorglegir atburðir gerðust. Við misstum kæran vin okkar, Braga Freymodsson í byrjun janúar og í október dó elsku pabbi minn mjög snögglega. Maður er aldrei viðbúinn þó maður viti að einhverntíma komi að slíkum sorgardegi í lífi manns, því maður vonar að hann komi einhverntíma í framtíðinni. Þeirra verður sárt saknað.
Blessuð sé minning þeirra.
Afmælisbarn dagsins - nýjársdags... er fyrsta og ennþá eina langömmudúllan mín, Emílía Líf... Hún er 2ja ára í dag. Við Lúlli pössuðum hana svolítið síðasta sumar og okkur fannst hún ótrúlega mikið krútt. Síðasta haust flutti litla fjölskyldan til Noregs en við lifum á því að þau flytji aftur eftir nokkur ár. Á meðan notum við Skype :)
Stórafmæli: Pabbi varð 80 ára í janúar, Óli 40 ára, Svavar 30 ára og Bryndís Líf 20 ára.
Fjölgun: Á þessu ári á ég von á sjöunda barnabarninu og öðru langömmubarni.
Hlaup: Ég get ekki sagt að ég hafi hlaupið (æft) mikið þetta árið en náði samt að komast 18 maraþon í 8 ferðum til USA. En ég hef tekið þá ákvörðun að fara annan hring um fylki USA. Ég hljóp aðeins 1 maraþon heima á þessu ári, þ.e. Reykjavíkurmaraþon. Svavar og Lovísa fóru 10 km. :)
Áfangi: Ári eftir útskrift úr Guðfræðideild HÍ fékk ég, ásamt fleirum, "embættisgengi" við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni í Reykjavík. Nú get ég loksins sótt um prests-embætti :)
Lúlli var heiðraður fyrir lífsstarfið á Sjómannadaginn :)
Ratleikurinn: Við systurnar, (ég, Berghildur og Edda) Inga Bjartey og Matthías músaskott tókum þátt í ratleik Hafnarfjarðar. Ég ein kláraði öll 27 spjöldin, Berghildur, Edda og Matthías (4 ára) tóku 18 spjöld og Inga Bjartey 9 stk. Ég skilaði samt aðeins inn fyrir 18 spjöld því ég hafði ekki áhuga á vinningnum fyrir allan leikinn, vildi frekar eiga möguleika á gönguskóm en líkamsræktarkorti.
Ég gekk nokkrum sinnum á Helgafell, fór á Húsfell, Esjuna og gekk Selvogsgötuna.
Götusýningin: Við Edda tókum þátt í listasýningu Íslandsbanka en sýningin var á strætóskýlum höfuðborgarsvæðisins. Þessi sýning var í tengslum við Menningarnótt og var svolítið skemmtilegt að sjá myndina sína í stækkuðu formi til sýnis.
Systraferð til Florida: Ég hafði upphaflega ætlað ein til Florida yfir Thanksgiving en ferðin breyttist í systraferð, sem tókst frábærlega vel... Við versluðum grimmt dag-og-nótt og síðan hljóp ég Space Coast Marathon á Cocoa Beach. Ferðin var í viku og var eiginlega "of stutt" og við hefðum líka getað þegið meira töskupláss :)
Héðan í frá gæti ég farið að selja í maraþon-ferðir með mér :)
Þennan annál skrifa ég í Santa Barbara í Californíu en við Lúlli keyptum þessa ferð á miðju ári 2013. Ég hljóp á annan í jólum (algerlega æfingalaus) en á eftir að hlaupa hálft maraþon í Hollywood 4.jan og heilt maraþon 5 jan í Camarillo. Við fljúgum síðan heim 6.jan LAX - SEATTLE - KEF.
Óska ykkur farsældar á þessu nýja ári :)
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Annálar | Breytt 3.1.2014 kl. 16:56 | Facebook
Nýjustu færslur
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
- Erie Pennsylvanía 7-11.sept 2023
- Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023
- Baltimore - Boston 29.maí - 11.júní 2023
- Washington DC 23-31.mars 2023
- Annáll fyrir árið 2022
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.