Leita í fréttum mbl.is

Las Vegas NV - Santa Barbara CA

Við vorum með Lilju og Joe á sunnudag, skruppum í Sam´s Club og borðuðum síðan hjá þeim. Það gengur allt nokkuð vel hjá Joe núna en hann missti fótinn fyrir hálfu ári. Lúlli sagði honum að hann yrði hálfur Íslendingur þegar "Össur" væri kominn undir...
Joe er farið að lengja eftir fætinum en Össur er með verksmiðju í Californíu... svo við lofuðum að svipast um eftir fætinum á leiðinni - það tekur tíma að hoppa á öðrum ;)
Alltaf gaman að heimsækja Lilju og Joe í þeirra fallega hús. Við Þökkum kærlega fyrir okkur :)

Lilja og Joe leyfðu okkur að nota frystirinn í bílskúrnum undir matinn sem við förum með til Jonnu... eftir matinn pökkuðum við matnum aftur niður í frauðkassana, því við leggjum af stað til Santa Barbara strax eftir morgunmat. 

Mánudagur 23.des...
Við fengum okkur æðislegan morgunmat á Palace Station áður en við lögðum af stað kl 9. það er Þorláksmessu morgunn. Við tókum pissustopp á Rest Ariu, tókum bensín, stoppuðum hálftíma í Walmart í Oxnard og komum til Jonnu kl 4... Það var mikil umferð alla leiðina en hún gekk mjög vel. Það var mikið faðmast enda um ár síðan við vorum hérna síðast. Við hittum nýja fjölskyldumeðliminn, séra Matthías mjá.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband