11.2.2013 | 12:53
Minning - Bragi Freymóðsson, 27.2 1920 - 12.1. 2013
Bragi Freymóðsson, frændi minn í Santa Barbara er látinn. Það er erfitt að ætla að minnast hans í fáum orðum því hann var einstakur höfðingi og öðlingur í hjarta. Ekkert var Braga óviðkomandi og þjóðmálin á Íslandi áttu hug hans og hjarta þó hann hafi verið búsettur í Ameríku mestan hluta ævinnar.
16.febr. nk. verður minningarathöfn í Santa Barbara. Við munum líka minnast hans hér á Burknavöllunum.
Það er svo skrítið hvernig lífsþræðirnir fléttast saman. Fyrir árið 2000 vissi ég aðeins að ég átti frændfólk í USA, systkinin Jonnu og Braga en ég vissi nánast ekkert um þau.
Ég kynntist Rut vinkonu minni hér í Hafnarfirði, en hún hafði alist upp í Californíu frá 7 ára aldri. Þegar hún síðan fluttist aftur þangað, heimsótti ég hana og við hlupum saman LA-maraþonið árið 2000. Í þeirri heimsókn hringir Jonna í mig hjá Rut, og um sumarið, þegar Jonna kom til Íslands, hittumst við og ég varð að lofa því að gista hjá henni ef ég kæmi aftur til Californíu. Þá kom upp úr kafinu að foreldrar Rutar höfðu fengið íbúð Jonnu að láni fyrstu mánuðina eftir að þau fluttu frá Íslandi.
Árið eftir efndi ég loforðið og gisti hjá Jonnu í Redondo Beach og ævarandi vinátta skapaðist á milli okkar hjóna og Jonnu og Braga. Okkar uppáhaldsstaðir í USA eru Redondo Beach og Santa Barbara.
Ég veit ekki hvar ég á að byrja til að lýsa Braga, því ég hef alltof fá orð til þess... en ég vildi að ég hefði kynnst honum og Jonnu fyrr á ævinni. Hann var einstök persóna, hann vildi fá að vita allar hliðar málanna og algert aukaatriði hvort mín skoðun samræmdist hans, raunar var hans skoðun aukaatriði líka. Jahá, sagði hann kannski, já, þetta er ein hliðin á málinu.
Ekkert var honum óviðkomandi hvort sem það voru tækninýjungar eða þjóðmálin heima. Minni hans var ótrúlegt... við hringdum venjulega í systkinin hvar sem við vorum stödd í Ameríku og hann vissi alltaf um einhverja áhugaverða staði nálægt þar sem við vorum. Það var engu líkara en að hann hefði innbyggt GPS kort í heilabúinu.
Bragi var höfðingi heim að sækja. Eftir margar ferðir til þeirra systkina í Santa Barbara eru okkur efst í huga þakklæti fyrir hina ógleymanlegu dekurdaga sem við höfum notið hjá þeim og hinn hlýja hug sem var borinn til okkar. Eitt eftirminnilegasta atvikið var í nóv. 2011 þegar ég hljóp Santa Barbara Marathon og þau systkini lögðu á sig að bíða við 18.mílu sem var rétt hjá heimili þeirra, aðeins til að sjá mig hlaupa framhjá.
http://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/1204480/
Ég mun minnast Braga sem manns sem reyndi sífellt að láta gott af sér leiða og vildi helst skila meiru aftur til þjóðfélagsins, en hann fékk sjálfur, hann t.d. stofnaði styrktarsjóð fyrir námsmenn.
Jonnu minni, Steinunni dóttur Braga og hennar fjölskyldu sendum við Lúther, okkar dýpstu samúðarkveðjur, en minningin um Braga lifir áfram í hugum okkar.
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1094171/?item_num=1&searchid=6a8ef5efd72fc4b4518869b06c2a56a210e20dd3
http://www.hi.is/frettir/velgjordarmadur_hi_og_einn_af_fedrum_gps_latinn
http://www.legacy.com/obituaries/newspress/obituary.aspx?n=johann-bragi-freymodsson&pid=162995274#fbLoggedOut
Minningarathöfn í Háskólanum í Santa Barbara http://new.livestream.com/accounts/2822008/events/1880775
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 17.2.2013 kl. 19:07 | Facebook
Nýjustu færslur
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
- Erie Pennsylvanía 7-11.sept 2023
- Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023
- Baltimore - Boston 29.maí - 11.júní 2023
- Washington DC 23-31.mars 2023
- Annáll fyrir árið 2022
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.