Leita í fréttum mbl.is

Kef - Denver - Dallas

Við stoppuðum bara 10 daga heima... Það er sagt að fall sé fararheill... og ég er marin, bólgin og skrámuð á hægra fæti síðan ég datt í gær.

Það er 8 tíma flug til Denver. Ég pakkaði í 2 töskur sem fóru inn í vél en hlaupadótið er alltaf í handfarangri... heppilegt þar sem töskurnar skiluðu sér ekki frá Denver til Dallas. 

Í Denver voru 2 klst á milli og flugið til Dallas dróst um 30 mín svo tíminn var nægur. Flugið til Dallas tók 1 og hálfan tíma. Við vorum orðin mjög þreytt enda að nálgast morgunn heima. Eftir að hafa beðið af sér allan grun - gengur maður í gegnum ákveðið kvörtunarferli - það tekur tíma.

Eftir að hafa fengið allar upplýsingar um töskurnar og hvernig Frontier ætlaði að tækla málið (senda þær í pósti til Houston!!!)... var næst á dagskrá að sækja bílinn hjá Advantage... sem lokaði auðvitað kl 12 á miðnætti.
Liðið hjá National var mjög hjálplegt, aldrei þessu vant var ég ekki með símanúmerið á hótelinu í ferðaáætluninni svo ég gat ekki hringt og athugað hvort þeir væru með skuttlu. Þeir fóru á netið fyrir mig og hringdu - engin skuttla. 

Hótelið var ekki langt frá en bíllinn kostaði samt $ 25. Þetta varð til þess að við fórum ekki í búð á leiðinni til að kaupa vatn eða neitt annað - bara beint að sofa. 

Microtel Inn & Suites by Wyndham Irving/DFW Airport/Beltline

3232 W. Irving Blvd, Irving, TX 75061 US  

    Phone:             1-972-986-7800      room 310

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband