Leita í fréttum mbl.is

Það er ekkert að gerast á þessari bloggsíðu

Sumarið hefur verið meiriháttar... Ég hef aðeins hreyft bílinn örfá skipti, náði samt að bakka á :(  annars höfum við farið allt á hjólinu í sumar.
Við hjónin erum búin að hjóla saman í Selvoginn og Bláfjallahringinn. Ég er búin að fara nokkrar ferðir í Vogana og Keflavík, Grindavíkurveginn, í Grafarvoginn, upp að Esju (og gekk á hana)... HJÓLIÐ ER ÆÐISLEGT :)

Helgafellið hefur nokkrum sinnum verið toppað og tvisvar einn daginn :) Öll 27 spjöldin í Ratleik Hafnarfjarðar voru elt uppi í sumar og Leggjarbrjótur genginn og 5 maraþon hlaupin það sem af er þessu ári.

Gönguhópurinn GENGIÐ náði hvorki að ganga Fimmvörðuháls eða Laugaveginn - það verður að bíða næsta sumars.

Það hefur því verið nóg að gera þó ekkert hafi verið sett á þessa síðu - það fer allt á Facebook núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband