Leita í fréttum mbl.is

Komin heim :-)

Föstudagur 20.maí
Við höfðum nógan tíma til að lulla til New York, komum við í íþróttabúð, fengum okkur að borða og keyptum nesti. Af því að tíminn var nægur þá keyrði ég Lúlla fyrst í Terminal 7, hjálpaði honum inn með töskurnar og fór svo að skila bílaleigubílnum. Leigurnar eru aðeins í burtu og maður þarf að taka lestina til baka. 

Lúlli var búinn að vigta töskurnar og við færðum eitthvað dót á milli... síðan vorum við í sms-sambandi við Eddu og Emil. Þau lentu í umferðarteppu og villu-vegar á Manhattan... smá stress þar í gangi en allt gekk vel að lokum og við sluppum öll inn rétt áður en innritun var lokað.

Við sátum aftast í vélinni - fyrst inn og síðust út...  Ameríkuvélarnar lentu allar á svipuðum tíma og það var stappað í flugstöðinni... Þegar við komum út fór Emil að sækja bílinn sem neitaði lengi vel að fara í gang... en lét svo segjast :)... Við komust öll heil heim og þakklát fyrir það... næst síðasta USA-flug heim fyrir lokun flugvallar vegna eldgossins í Grímsvötnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband