Leita í fréttum mbl.is

Áfanganum náð - Síðasta fylkið fallið

Við flugum út á föstudag 13.maí, sluppum sem betur fer við verkfall flugumferðarstjóra. Edda, Emil og Inga Bjartey eru með okkur. Við erum á tveim litlum bílum og hjá sitt hvorri leigunni, svo við hittumst aftur eftir nokkurra tíma keyrslu á hótelinu, Quality Inn í Carneys Point NJ.

Maraþonið var hinum megin við fljótið í Wilmington Delaware. Við sóttum gögnin daginn eftir... það var fljótgert í agnarsmáu expoi. Það er þægilegt að hlaupið byrjar og endar þarna á sama stað.

Delaware 15.maí 2011Við Lúlli vöknuðum kl 4, og vorum komin á startið fyrir kl 6 til að fá bílastæði nálægt. Við hittum Steve og Paulu Boone forkólfa The 50 States Marathon Club. Þau hafa áhuga á að hlaupa Reykjavíkurmaraþon einhverntíma. Maraþonið var ræst kl 7 í 100% loftraka og mollu. Það átti að vera slétt en var tómar brekkur :/  Loftrakinn hafði þau áhrif að ég mæddist fljótt og gekk á milli og upp brekkurnar. Tíminn varð skelfilegur. Edda, Emil og Inga Bjartey biðu með Lúlla við markið, þau voru með íslenska fána bæði litla og í fullri stærð og við tókum myndir við markið. Delaware var síðasta fylkið mitt í Bandaríkjunum... Ótrúlegt en satt búin að hlaupa maraþon í þeim öllum amk einu sinni og DC að auki.

Við keyrðum þaðan áleiðis til NY og gistum á Days Inn Hillsborough NJ. Eftir að hafa verið þar 2 nætur fóru Edda og Emil til Woodstock að heimsækja Harriett. Við vorum áfram í Hillsborough. Hótelið er fínt og umhverfið ágætt. Veðurspáin fyrir vikuna var hrikaleg en það blessaðist allt... smá skúrir öðru hverju. Heimferð á morgun :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband