Leita í fréttum mbl.is

Boston MA - Hartford CT - Pittsburgh PA - Columbus OH

Það er búið að vera hrikalegt að hafa ekki tölvuna. Var að fá spennubreytirinn og í gang með vinkonuna.
En ferðasagan hingað til... 
Ég náði 3 bíómyndum á leiðinni (á fimmtudaginn)... ekki leiðinlegt. Við lentum í Boston, tókum bílinn og keyrðum strax til Hartford CT. Þar var gott veður, einum of gott til að hlaupa ING Hartford Marathon á laugardaginn... Reyndi að drekka mikið en lenti samt í slæmum krampa í vinstra læri á síðustu mílunni.

Á sunnudagsmorgninum vorum við mætt um kl 8 fh í svertingjamessu í beinni útsendingu hjá Bishop Bishop. Bishop talaði vel og þó söfnuðurinn væri fámennur þá áttu þau hrikalega góðar söngraddir og kraftmikinn kór. Mikið gaman og mikið fjör. Messan var næstum til hádegis svo við komum glorhungruð út... og búin að missa af breakfast á buffetinu.

Í morgun, mánudag... vöknuðum kl 4 í nótt, gerðum ráð fyrir umferð til Boston en vorum komin kl. 7 þangað. Flugum til Pittsburgh PA kl 10 og keyrðum gegnum West Virginia til Columbus OH... erum þreytt en ánægð að komast á netið á hótelinu... TÖLVAN er ómissandi Kissing

Super 8, 2055 Brice Road, Reynoldsburg, Ohio 43068
pnone: 614-864-3880 room 104

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Kæra Bryndís, hjartanlega til hamingju með hlaupaárangurinn. Flott greinin í Mogganum í dag.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 13.10.2010 kl. 08:03

2 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Takk Ólöf og hafðu það sem best  

Bryndís Svavarsdóttir, 14.10.2010 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband