Leita í fréttum mbl.is

Las Vegas NV - The Venetian

6.júní mánudagur... afmælisdagur Indíu Carmenar, 2ja ára í dag :)

Hvað tíminn flýgur... Hitinn er rosalegur, varla hægt að vera eina klst við sundlaugina... samt reyndum við að harka af okkur í "frjálsa tímaum" eftir morgunmatinn. 

Eftir hádegið fórum við að skoða The Venetian... ótrúlegt hótel og casino með gondolasiglingu á 3ju hæð. Vala og Hjöddi voru þau einu sem keyptu sér ferð með gondóla. Allt umhverfið var eins og Feneyjar og loftið handmálaðeins og himinninn lítur út... Þetta er ótrúlega flott.

Þaðan fórum við að skoða Red Rock Canyon... með því að keyra leiðina sem ég hljóp í febr sl... og allar brekkurnar voru rifjaðar upp... vá...

Ég hringdi í Lilju og hún vill fá okkur í heimsókn á morgun.

Við Vala og Hjöddi borðuðum svo kvöldmat á hótelinu... frábært þetta Buffet :)


Las Vegas NV - The Strip

5.júní... Sjómannadagurinn

Sjómannadagurinn er í dag... og sjómaðurinn var svo slappur af kvefi að hann ákvað að vera heima á hótelinu í dag. Hitinn er gifurlegur... fór hæst í 113F að það var erfitt að vera úti lengi. 

Við byrjuðum á morgunverði á buffetinu... svo var "frjáls tími" fram yfir hádegi, sem flestir notuðu við sundlaugina... svo fórum við seinnipartinn í Walmart. Þaðan fór ég með Völu og Hjödda í ELVIS WEDDING CHAPEL... og það endaði með því að ég lét þau endurnýja heitin fyrir framan dyrnar þar.... Um kvöldmatinn fórum við að skoða Caesers Palace og til að horfa á vatnsorgelið... með ljósa-show-i því það var farið að skyggja... þetta var svo flott að við horfðum á 3 sýningar... en eftir kl 8 eru sýningar á 15 mín fresti.

Við borðuðum á Gordon Ramsey... ágætur staður... eftir það keyrðum við fyrst upp The Strip og svo niður það... og hvílík ljósadýrð... við komum ekki heima á hótel fyrr en um miðnætti og þá var hitinn um 100F

Dagskráin á morgun er þegar ákveðin. 


Bloggfærslur 7. júní 2016

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband