Leita í fréttum mbl.is

Williams AZ - Grand Canyon west, Skywalk - Hoover Dam - Las Vegas NV

8.júní
Sexurnar eru aldrei með morgunmat svo við lögðum snemma af stað. Það var svo sem full dagskrá hjá okkur. Við vorum búin að ákveða að fara á verndarsvæði indíana, Grand Canyon west og ganga SKYWALK... og ganga eftir Hoover Dam brúnni.

Ég hljóp Grand Canyon Maraþonið í okt 2002 á þessu svæði og hvílíkt hvað svæðið var breytt... Ferðamennskan og græðgin var ótrúleg - allt gert til að plokka ferðamanninn...

Aðgangurinn 100 usd var rán-um-hábjartan-dag og það kostaði að auki 30 usd á mann að ganga SKYWALK... Í Tusayan borguðum við 30 usd samtals fyrir okkur bæði, þar voru 11 eða 12 frábærir útsýnisstaðir og passinn gilti í viku. Það eru 240 mílur á milli þessara tveggja staða við Grand Canyon.

Svæðið er í einkaeigu indíánanna, rúta keyrði okkur á TVO útsýnisstaði og Skywalk var á öðrum þeirra. Maður sá varla landslagið fyrir fólksfjöldanum. Við urðum fyrir gífurlegum vonbrigðum að það skyldi vera bannað að taka myndavélina/símann sinn með sér í Skywalk en það var auðvitað bara til að þeir gætu selt okkur myndir.
ÉG RÁÐLEGG FÓLKI AÐ FARA FREKAR TIL TUSAYAN.

Á leiðinni til baka ákváðum við að ganga loksins upp á nýju brúna við Hoover Dam og mynda stífluna. Við erum búin að koma svo oft í Hoover Dam, bæði áður en nýja brúin kom, á meðan  hún var í byggingu og eftir að hún komst í gagnið en við höfðum ekki enn labbað eftir henni. Hitinn var um 100°F þegar við vorum þar... en eins og við vissum var útsýnið frábært.

Þaðan keyrðum við til Las Vegas á uppáhaldshótelið okkar þar. Hér verðum við fram á föstudag. 

Palace Station Hotel,
2411 W Sahara Ave, Las Vegas 89102 Nevada,
phone: 702-367-2411 room: 9017


Tusayan - Grand Canyon - Williams AZ

7.júní  

Við tókum daginn snemma... Dagur 2 í Grand Canyon. Ég hélt í gær að ég hafi snúið kortinu öfugt... en NEI, mín snéri því rétt... Leiðin sem leit út fyrir að vera miklu lengri er í raun styttri. Hún hefur 3 viðkomustaði en það voru sýndar 20 mílur í viðbót sem maður verður að keyra sjálfur. Við ætlum ekki að gera það því við skildum bílinn eftir niðri í bæ.

Upphaflega, þegar ferðin var keypt í ágúst í fyrra, var ætlaði ég að ganga Kaibab trail, en ég er ekki búin að ná mér í fætinum og búin að ákveða að sleppa göngunni. Í dag ákvað ég að fara niður hluta af leiðinni og skoða sem flest í sambandi við gönguna sem ég er ákveðin í að fara í á næsta ári.

Ég gekk niður um 500metra lækkun á The Bright Angel trail sem er endirinn og skoðaði niðurgönguna Kaibab-megin. Þegar við vorum búin að stoppa og mynda á öllum stoppustöðum við gilið, tókum við rútuna í bæinn og keyrðum um 50 mílur til Williams þar sem við gistum í nótt. Williams er sögufrægur bær.  Route 66 liggur í gegnum hann og í stórum boga yfir hann stendur “Gateway to the Grand Canyon” héðan er hægt að taka lest upp í Grand Canyon.

Motel 6 831 West Route 66, Williams (Arizona), AZ 86046, Williams West.
phone: 928-635-9000 room 118


Bloggfærslur 9. júní 2015

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband