Leita í fréttum mbl.is

Denver Colorado

Við sitjum í betri stofu UNITED í Terminal B... á Denver International Airport... Við þurftum að skila bílnum snemma, upp úr hádegi og því höfðum við góðan tíma til að fara í betri stofuna... En fyrir þá sem hafa skamman tíma er betra að sleppa því. 

Stofan er svolítið útúr fyrir Icelandair farþega. Við þurfum að fara með lest yfir í Terminal A þaðan sem við förum um borð. Hér er enginn matur, bara snakk, kaffi og hægt að fá suma drykki frítt. Þeir sem ætla að stoppa hérna til að borða fyrir flugið... geta því líka sleppt að koma.

En hér er hægt að fara á netið :)


Red Rock, Colorado

Keyrðum til Red Rock eftir hádegið í dag... Þetta er í 3ja sinn sem ég kem til Colorado og er í Denver. Í fyrsta sinnið hér var ekki tími til að fara, í annað sinnið gleymdi ég því en nú kom loksins að því.

Í gær hélt ég að töskuvesenið myndi verða til að við kæmust ekki en nú er það orðið að veruleika. Við eigum 2 DVD gospel tónlistardiska sem eru teknir upp á tónleikum í Red Rock. Þess vegna var æðislegt að koma loksins á staðinn. 

 

Thumbnail

 


Bloggfærslur 18. júní 2012

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband