Leita í fréttum mbl.is

Las Vegas, Nevada - Denver, Colorado

Skorin taska í Denver 2012 009

Vaknaði kl 5 í morgun... gengum frá því síðasta af dótinu og ég tékkaði okkur út. Það var stutt upp á flugvöll... Ég keyrði Lúlla að innrituninni og skilaði bílnum.  Við höfðum keyrt um 1850 mílur... 
Morgunmaturinn á Saga Lounge, bauð ekki upp á betra en meðal-Super8.
Þar munaði minnstu að ég týndi kortaveskinu mínu, það rann undir stólinn og japönsk kona benti mér á það.
Ég gat þakkað henni fyrir með dvd-diski um Ísland... ég held að hún hafi verið ánægðari en ég :)

Skorin taska í Denver 2012 007

Við flugum með UNITED til Denver. Ballið byrjaði þegar við sóttum töskurnar sem við þurfum að borga undir í Las Vegas...

Skorin taska í Denver 2012 014Stóra taskan hafði verið skorin upp meðfram rennilásnum á tveim hliðum... og síðan teipuð lauslega saman og utan á töskunni var poki með dóti flæktur í teipinu sem var merkt Transportation Security Administration... Þeir hafa ekki fattað að það átti að opna hana að framan.

Ég kvartaði í starfsmann UNITED en hann benti á TSA. Þar fékk ég spjald með símanúmerum og netfangi. Enginn svaraði í fyrra símanúmerinu en í því seinna lenti ég í könnun savings2go og átti að fá sendan vinning og alltaf beið kvörtunin mín út af töskunni...

Skorin taska í Denver 2012 016

Ég var gjörsamlega græn fyrir því að ég hefði lent í símtali sem hafði verið brotist inn í... Ég var að hringja í öryggisþjónustu Bandarísku flugvallanna... en ég sá síðan þegar ég fletti upp þessu savings2go á netinu, að þetta var svindl-fyrirtæki... og ég búin að gefa upp kortanúmer.

Ég sendi því kvörtunina mína til TSA varðandi töskuna á email og sendi annað email til Vísa á Íslandi og lét loka kortinu mínu. Þessir svindlarar skulu ekki fá krónu frá mér.

Hótelið okkar er frábært....

Best Inn and Suites,
4590 Quebec Street, Denver, CO 80216 


Bloggfærslur 17. júní 2012

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband