Leita í fréttum mbl.is

Hálft maraþon í Disney

7.jan. laugardagur
Ég vaknaði kl 2:45… vaknaði !!! ég hafði ekki hvílst mikið. Lúlli ætlaði ekki með mér í dag. Ég teypaði tærnar, fékk mér brauð og lagði af stað 3:15. Ég mátti ekki vera seinni, þetta er þvílíkt batterí – 16 þús manns að hlaupa og allir að koma á sama tíma.
Ég var blessuð, munaði engu að ég lenti í árekstri í bílaröðinni, og að fá ágætt bílastæði. Ég kom mér innfyrir, en fann enga Maniaca þar sem myndatakan átti að vera kl 4:15.

Í dag var hálfa maraþonið – hef ekki hlaupið hálft í 5-6 ár... það gekk betur en ég þorði að vona, bæði hef ég ekki getað æft nema 2svar í viku í snjónum síðustu 2 mánuði og svo var ég hálf veik síðustu vikuna áður en við fórum. Reyndi að hlaupa jafnt og æsa mig ekki með hinum.

21,5 km - 2:40:53 og bara ánægð með það.


Gögnin sótt í Disney

6.jan föstudagur
Við borðuðum morgunmat á IHOP, svona til tilbreytingar… Kíktum í Williams-Sonoma og keyrðum svo Eddu og Emil út á flugvöll að sækja þeirra bíl. Svo var bara að dingla sér aðeins áður en viðLúlli fórum að sækja gögnin í Disney… Það var meiri steypan, ég mundi bara að ég átti að fara út á exiti 67 í Epcot… við keyrðum um, lentum á marksvæðinu sem sumir starfsmenn héldu að væri startsvæðið…. það virtist enginn vita neitt… en svo var það í ESPN World Wide Sports… auðvitað.

Loksins voru gögnin komin, "Guffi" kominn í hús… 3 bolir. Við fengum okkur Burger King og fórum á hótelið… ég tók saman hlaupadótið, stillti klukkuna og fór að hvíla mig.


Universal Studios

5.jan. fimmtudagur
Við hittumst í morgunmat kl 7 og keyptum okkur miða í Universal Studios í andyrinu. Universal er hér hinu megin við highwayinn… Lúlli keyrði okkur og sleppti okkur út rétt við innganginn, hann hefur ekki hné í margra tíma göngu. Garðinum er skipt í tvennt, ég var búin að sjá sumt öðru megin 3svar sinnum og Ingu Bjarteyju langaði mest í Harry Potter svo þetta passaði mjög vel saman. Garðurinn er rosaleg upplifun, götur með litríku skrauti, veitingahús, sölubásar og sýningar. Við skemmtum okkur vel og þurftum aðeins einu sinni að bíða í einhvern tíma. Við gengum í hring. Edda og Inga Bjartey byrjuðu í HULK… rosalegum rússibana, ég sleppti honum en tók videómynd af þeim. Síðan rak hvað annað. Við vorum búin með hringinn um kl 5 og lögðum af stað gangandi til baka… en fengum óvænt far með skutlu á næsta hótel sem er Hyatt, allt annar handleggur í gæðum.

Gallinn við þetta hótel er að það er hvorki kaffivél á herbergjum eða í Lobbýinu og netið er bara í Lobbýinu... ég komst nú inná netið fyrstu dagana í herberginu en svo datt það út.


Bloggfærslur 7. janúar 2012

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband