Leita í fréttum mbl.is

Újé....

Ég breytti stundatöflunni minni í morgun, sagði ég við manninn þegar ég kom heim. Ó, ertu þá í fríi alla vikuna? spurði hann...

Haha... nei, það er nú ekki svo... en mánudagarnir styttast verulega.

Ég man þegar ég var með hlaðna stundatöflu, brjálaða dagskrá, lestur og verkefni í 2 ár í Hraðbraut. Alla virka daga var skóli frá 8-5 og ekkert gefið eftir... svo kom ég stolt heim úr HÍ eftir fyrsta daginn með stundatöflu sem var eins og slitið gatasigti... og maðurinn sagði: Kallarðu þetta að vera í skóla!!!


Nægjusemi

Eitthvað er maður orðinn gamall þegar maður stelur svona brandara af facebook hjá barnabarninu...
Hvernig á að heilla konu? Ö..... Hrósaðu henni, faðmaðu hana, kysstu hana, haltu utan um hana, elskaðu hana, strjúktu henni, stríddu henni, huggaðu hana, verndaðu hana, eyddu peningum í hana, bjóddu henni út að borða, kauptu gjafir handa henni, hlustaðu á hana, stattu við hlið hennar, styddu hana, farðu hvert sem er fyrir hana.

En hvernig á þá að heilla karlmennina? Mættu nakin… með bjór...

og sé maðurinn nægjusamur... þá er nóg að koma með bjórinn.


Bloggfærslur 18. janúar 2010

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband