Leita í fréttum mbl.is

Franklin, Pennsylvania

Ég elska þegar hótelin hafa vöfflur í morgunmat eins og var á Comfort Inn í morgun. Við borðuðum vel og vorum lögð af stað kl 8... veðrið dásamlegt, sól, sól og meiri sól... Kissing

Við keyrðum sem leið lá vestur I-80 til Franklin. Þaðan eru svo um 20 mílur í hlaupið - en hvað eru 20 mílur í Ameríku?... Einmitt, það er rétt hjá eða handan við hornið... en hér geta göturnar líka verið 40-50 km langar.

Við komum um hádegið, byrjuðum í Walmart og Dollar Tree Cool

Super 8 Franklin
847 Allegheny Blvd.   Franklin, PA 16323 US
Phone: 814-432-2101   room 117


Korter í ferð

Kæruleysið var algert í gær, taskan var sótt út í geymslu korter í ferð... sem sagt í gærkvöldi og við áttum morgunflug til New York í morgun... Ég hleyp í PA á sunnudag og í MI laugardaginn á eftir.

Við eyddum 10 þús kr fyrir nokkru, í að breyta í morgunflug til að komast út úr New York í birtu... Vissulega komust við út úr borginni í birtu, en það var varla meira en það. Umferðin silaðist í borginni og þegar við komumst á hraðbrautina, var stórt bílslys á akgreininni á móti og trukkur að brenna á akbrautinni okkar. Við siluðumst áfram á I-80 W og engin undankomuleið klst saman, á 3 og hálfum tíma fórum við 50 mílur. Fórum aðeins út af til að borða.

Við áttum ekki pantaða fyrstu nóttina á hóteli... og kannski vegna umferðartafanna fylltust öll hótel við veginn, það var orðið niðdimmt og kl orðin 9:30 þegar við loksins fengum hótel.

Comfort Inn - Pocono Mountain
Route 940 @ 1-80 and I-476
White Haven, PA, US, 18661
Phone: (570) 443-8461     room 315


Bloggfærslur 7. ágúst 2009

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband