Leita í fréttum mbl.is

PA - NY - Ísland

Þá erum við komin heim... Við þorðum ekki annað en að fara snemma af stað því maður getur lent í þvílíkum umferðarteppum í New York. En það rættist furðanlega úr og við vorum komin 3 tímum of snemma svo við kíktum í Walmart sem var ,,rétt hjá" þar sem við keyptum okkur SUBWAY í nesti.

Við skiluðum bílnum á réttum tíma og höfðum keyrt 2.074 mílur... en hvílíkt glæpaverð er orðið á þessum bílaleigubílum...
11 dagar kostuðu 88.400 kr ísl.  Þetta er hreinasta klikkun.

Flugið heim var 5:10 mín og lent rétt rúmlega 6... ég náði að horfa á 1 þátt og 1 og hálfa bíómynd á leiðinni.
Við biðum uppi í fríhöfninni eftir að hitta Helgu og Tinnu sem var mjög spennt yfir að vera að flytja til Svíþjóðar. Við höfðum ekki langan tíma saman - þær áttu flug 7:50... það er alltaf erfitt að kveðja en í nútímaunum er orðið styttra á milli staða en áður Wink hægt að skreppa í heimsókn.

Týri beið fyrir utan á jeppanum... búinn að þrífa hann með tannbursta... bíllinn alltaf eins og nýr ef maður fær að ,,geyma" hann hjá þeim... það er ekkert smá þægilegt að geta keyrt heim.


Bloggfærslur 18. ágúst 2009

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband